Menntamál - 01.03.1944, Blaðsíða 34

Menntamál - 01.03.1944, Blaðsíða 34
80 MENNTAMÁL in yrði það torveld, og raiklu skiptir að vanda vel til byrjunarinnar. Það yrði að byrja þar, sem þöriin er mest, en það er í stærstu kaup- stöðunum. Þar verður losið mest eftir styrjöldina og hættast við iðju- leysi lijá unglingum, sem getur orðið stórfelld þjóðfélagsmeinsemd, ef ekkert er við því gert." Alþýðublaðið birtir grein Stefáns f heilu lagi (4. febr.) og jafn- framt ummæli Tímans um hana. Síðan segir í blaðinu: „Þess er að vænta, að þær tillögur, sem hún (þ. e. grein Stefáns) liefur inni að halda, verði teknar til alvarlegrar íhugunar." TJm manninn Ríkisútgáfa námsbóka hefur gefið út bækling með þessu nafni. Efni hans er kaflinn um manninn í Agripi af náttúrufræði eftir Bjarna Sæmundsson. Biblíusögur 2. hefti eru nýkomnar út lijá Ríkisútgáfunni. „Nokkrir prestar og kennarar tóku bók þessa saman og sniðu hana að nokkru eftir biblíusögum Eyvinds Berggravs, biskups í Oslo,“ segir á titilblaði. Bók- in er 80 bls. og er um „I.íf og starf Jesú," og er þó í rauninni hvorki upphaf né endir á. Ritstjóri Menntamála veit ekki, livernig höfund- ar hafa hugsað sér niðurröðun verksins, og vill því ekkert frekara um biblíusögurnar segja að svo stöddu, en ýmislegt mun þó vera vel um þessa bók og miklu virðist hún vænlegri til náms í barnaskólum en þær biblíusögur, sem notazt hefur verið við undanfarið. — Ann- ars skal tækifærið notað til þess að vekja athygli kennara á þvi, að Menntamálum væri mjög kærkomið að fá frá þeim athugasemdir um námsbækurnar, þessa og aðrar, eftir því sem þeim þætti ástæða til, og þyrltu þær athugasemdir ekki allar að vera mikilvægar, því að oft er það lítið, sem lagar. Utanáskrift Menntamála: Til afgreiðslunnar: Pósthólf 616, Reykjavík. Til ritstjórnarinnar: Tjarnarbraut 11, Hafnarfirði. ÚTGEFANDI: SAMBAND ÍSLENZKRA BARNAKENNARA. Utgáfmtjórn: Ingimar Jóhannesson, Arngrímur Kristjánsson, Ólafur Þ. Kristjánsson, ritstjóri. Prentsmidjan ODDl h.f.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.