Menntamál - 01.03.1944, Blaðsíða 33

Menntamál - 01.03.1944, Blaðsíða 33
MENNTAMÁL 79 Fréttir og félagsmál Ingibjörg Þorsteinsdóttir, forstöðukona barnaheimilisins í Vesturborg í Reykjavík, andaðist 28. febrúar s.l. Hún var fædd á Gilsárteigi í Eiðaþinghá 3. desember 1907, stundaði nám í Eiðaskóla og seinna við Kunstflidskolen í Kaup- mannaliöfn. Hún hafði lengi unnið ýmis störf fyrir Barnavinafélagið Sumargjöf og verið forstöðukona Vesturborgar þrjú síðustu árin. Sigurður Ólafsson kennari í Hafnarfirði varð sextugur fyrir skömmu (f. 1. marz 1884). Hann tók kennarapróf úr kennaradeild Flensborgaskólans 1902. Hann kenndi í Njarðvíkum 1904—’6 og í Garðahreppi 1906—13, en síðan hefur hann stundað barnakennslu í Hafnarfirði og verið fastur kcnn- ari við barnaskólann þar síðan 1918. UO nemendur Iiennaraskólans hafa gerzt kaupendur Menntamála fyrir forgöngu eins af nemend- um þriðja bekkjar, Vilbergs Júlíussonar. Menntamál vilja láta þá von 1' Ijós, að úr hópi þessara ungu áhugamanna komi fleiri eða færri menn, sem á sínum tíma láti uppeldismál þjóðarinnar til sín taka, svo að um muni. Næg eru verkefnin, hvert sem litið er. Framlenging skólaslcyldu. Grein Stefáns Júlíussonar um Jiað efni í janúarhefti Mennta- mála hefur vakið töluverða eftirtekt, og er Jiað að vonum, Jiví að mál- efnið er hið merkilegasta, eins og komið liefur fram hjá sumum kennurum undanfarið, bæði á kennarafundum og í blöðum. Timinn birtir kafla úr greininni (3. febr.) og gerir liana að umtalsefni. Segir ritstjórinn Jiar meðal annars: „Það hefur oft verið rætt um, að stór hluti borgaræskunnar væri að slitna úr tengslum við landið, væri hættur að Jiekkja Jiær kröfur, sem Jiað gerir til nýtilegra Jijóðfélags- þegna. Það Jiarf að kenna öllum unglingum að Jiekkja til helztu vinnubragða við aðalatvinnuvegina á landi og sjó. Ymsir hafa álitið, að úr þessu mætti m. a. bæta með Jiegnskyldu. Unglingaskólinn gæti verið miklu eðlilegri og framkvæmanlegri leið í Jieim efnum. Þótt að þessu ráði væri horfið, er vart liægt að hugsa sér, að unglingaskólakerfið gæti náð til alls landsins fyrst í stað. Framkvæmd-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.