Menntamál - 01.03.1944, Síða 14

Menntamál - 01.03.1944, Síða 14
60 MENNTAMÁli Gætu bílar þessir þannig breytt strjálbýli í þéttbýli á sviðum félags- og skólamála, eins og mjólkurbílarnir hafa þegar breytt mörgum sveitum í þéttbýli á sviði verzlunar- mála. Mundi þá sennilega margur una sér betur í sveit- inni. Skólabíllinn lækkar skólakostnaðinn. Kostnaðarhliðin hefur vaxið mörgum í augum að óat- huguðu máli, en strax við nánari aðgæzlu er augljóst, að skólabíllinn mundi víða lækka skólakostnaðinn til muna. Mundu þó margir vafalaust vilja greiða eitthvað fyrir þau þægindi, sem væru að bílnum. En hitt væri þó bezt, ef tvennt ynnist í senn, þægindi og sparnaður. Fyrst er þá að líta á stofnkostnaðinn. Gert er ráð fyrir í fræðslulögunum (frá 1936), að öllum börnum verði kennt í föstum skólum, með það fyrir augum, að þau hafi þá meira gagn af kennslunni: Er heimavistarskólum ætlað að taka við af farskólum strjálbýlisins. En aftöku far- skólanna hefur verið frestað, og liggja til þess ýmsar ástæður, þar á meðal byggingarkostnaður heimavistar- skólanna. En hann er miklu meiri en við byggingu heim- angönguskóla. Á þeim stöðum, þar sem heimangönguskóli með bíl gæti komið í stað heimavistarskóla, sparaðist í stofnkostnaði munurinn á verði bílsins og húsnæði heima- vistarinnar. Er það vafalaust drjúgur skildingur.* Á þeim stöðum, þar sem bíll gæti sameinað tvo eða * Ákveðnar upphæðir verða Iiér ekki nefndar vegna breytilegs verðlags þessara tíma og mismunandi liúsakynna skólanna, en sé miðað við heimavistarskóla eins og þá, sem teikningar og kostnaðar- áætlanir eru af í bæklingi Helga Elíassonar „Um heimavistarskóla" (gefinn út af fræðslumálastjórninni 1940), bls. 25—34, má gera ráð fyrir, að tilsvarandi heimangönguskóli með bíl verði um helmingi ódýrari.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.