Menntamál - 01.03.1944, Blaðsíða 30

Menntamál - 01.03.1944, Blaðsíða 30
76 MENNTAMÁL Mál unglinga og fullorðinna er venjulega orðið svo þaulæft starf, að það gengur nokkurn veginn af sjálfu sér. Þegar fullorðið fólk verður heyrnardauft, breytist málið, sem það heyrir, það hættir að geta aðgreint hljóð- in í málinu, eða heyrir sum þeirra alls ekki (s og f hverfa þá venjulega fyrst), eftir því hve heyrnardeyfðin er á háu stigi. En þegar heyrnin hverfur gersamlega, hefur einstaklingurinn ekki við neitt annað að styðjast, til að viðhalda talmáli sínu réttu, en tilfinninguna fyrir hreyf- ingum talfæra sinna (kinestetiska tilfinningu) og snerti- tilfinninguna (taktila tilfinningu), þegar um það er að ræða að talfærin snertist við hljóðmyndun. Algengust orsök þess að heyrnin tapist, er heilahimnu- bólga, og hverfur heyrnin þá venjulega með öllu. Talið er, að 25 af hundraði þeirra, sem fá þessa veiki, tapi heyrninni. Þegar þetta ólán steðjar að, er ekkert annað að gera en bjarga því, sem bjargað verður, og gera allt, sem mögulegt er, til þess að einstaklingurinn týni ekki málinu og læri sem allra fyrst varaaflestur. Heyrnar- og málleysingjar hafa verið til á öllum öld- um, en flestir hafa lítið um þá vitað. Þó eru þess ekki fá dæmi, að einstaklingar meðal þeirra hafi orðið þekktir menn. Víða hefur mikið mannúðarstarf verið unnið fyrir þá, en sjaldan þannig, að það veki athygli almennings. Kennsla heyrnarleysingja á sína þróunarsögu, en fram- farir á sviði hennar hafa venjulega gengið svo hægt, að þær hafa verið einskis virði sem fréttir í fréttadálkum dagblaðanna. í næsta hefti Menntamála geri ég væntanlega stutta grein fyrir allra helztu þróunarstigum í sögu málleys- ingj akennslunnar. Brandur Jónsson.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.