Menntamál - 01.03.1944, Page 31

Menntamál - 01.03.1944, Page 31
MENNTAMÁL 77 Námskeið námsflokkanna Ágúst Sigurðsson, cand. mag., eftirlitsmaður náms- flokka, hefur látið Menntamálum í té eftirfarandi upp- lýsingar um námskeið, er haldið verður fyrir forgöngu 'hans í háskólanum n.k. vor. Námskeið þetta ber nafnið „Námskeið námsflokkanna" og er fyrst og fremst ætlað mönnum, sem hafa hug á að gerast forgöngumenn um námsflokkastarfsemi eða félagsstarfsemi heima í héraði sínu, en vitanlega getur það fleiri mönnum að gagni komið. Námskeiðið verður haldið í Háskóla Islands dagana 15. maí til 1. júní n.k. Er það undirbúið í samráði við fræðslu- málaskrifstofuna. Kennslan verður með námsflokkasniði. í hverri námsgrein verða haldnir fáeinir fyrirlestrar og síðan hafðar æfingar og samtalstímar um námsefnið. Þessar námsgreinar verða stundaðar: Lestur bókmennta. Kennari: dr. phil. Steingrímur Þor- steinsson. Leikstarfsemi (leiðbeiningar um leikstjórn). Kennari: Lárus Pálsson, leikari. Félagsstarf. Leiðbeinendur: Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi og Ágúst Sigurðsson, cand. mag. íslenzka. Kennari: Sveinbjörn Sigurjónsson, magister. Þættir úr atvinnu- oc/ menningarsöqu íslands. Kennari: Dr. phil. Þorkell Jóhannesson, landsbókavörður. Hjálp í viðlögum. Rauði Kross Islands gengst fyrir þessum þætti námskeiðsins. Ennfremur mun dr. phil. Guðmundur Finnbogason flytja erindi á námskeiðinu. Ef þátttakendur óska ekki eftir að taka þátt í öllum

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.