Menntamál - 01.02.1945, Blaðsíða 4

Menntamál - 01.02.1945, Blaðsíða 4
30 MENNTAMÁL nemendum Hessianhæðaskólans farið í háskóla, og staðið sig þar vel, og má það teljast nægilegur prófsteinn á kennsluna í skólanum, — enda halda kennararnir sam- bandi við þá nemendur, sem farnir eru lengra út á mennta- brautina og fræðast af þeim um það, hvar skórinn helzt kreppi að.:!: Landsvæðið, sem skólinn stendur á, hefur allt verið skógi vaxið, en skógurinn hefur verið ruddur á allstórri spildu. Þessu landnemastarfi er þó á engan hátt lokið og vinna kennarar og nemendur að því sameiginlega eftir því sem tími og kraftar leyfa. Jafnframt vinna þeir í sameiningu að því að nytja það land, sem búið er að rySSja, og ræktun er hafin á, og venur þetta börnin og ungling- ana við margs háttar störf og ýmis konar skylduvinnu, sem krefst árvekni og ábyrgðar. Er þetta að sjálfsögðu einn merkasti þátturinn í uppeldisstarfi skólans. Skólinn stendur allmikið út af fyrir sig, þótt ekki sé ýkja langt til næstu þorpa. Svæði skólans er utan í hlíð, sem veit mót suðri, og sléttlendi nokkurt fyrir neðan. Er þetta gott ræktunarland, og auk þess mjög vel fallið til þess að iðka þar alls konar íþróttir, bæði sumar og vetur. II. Húsakynni eru af skornum skammti, og svo hefur verið frá stofnun skólans. Vegna vinsælda hans, raknar þó ár- lega úr fyrir honum í þessum efnum. Er byggt eftir * Fræðslukerfið í Ameríku er þannig, að ungmennin innritast í háskóla á því ári, sem þau verða 18 ára, ef allt liefur farið með felldu, og er þá á undan gengið nám í gagnfræðaskóla (Junior High Scliool og Senior I-Iigh School) frá 12 ára aldri. Háskólaárin eru fjög- ur, áður en próf er tekið, og verður nemandinn að taka almenn fræði hin fyrri tvö árin, en sérgreinar eftir áhuga og kjöri á lífsstarfi síðari árin. Eftir B.A. eða B.S.-próf að þessum fjórum árum liðnum, tekur við sérhæfara háskólanám, ef fólk ætlar sér að taka hærra háskóla- próf eða nema ýtarlegar á kjörsviði sínu.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.