Menntamál - 01.02.1945, Blaðsíða 6

Menntamál - 01.02.1945, Blaðsíða 6
32 MENNTAMÁL ur listdansari, en hafði nú snúið sér að kennslu einvörð- ungu. Hver hópurinn kom af öðrum inn í salinn. Lítil börn, óviss í hreyfingum og feimin í framgöngu, sem einungis var kehnt að hemja hreyfingar sínar eftir einföldu og taktvissu hljóðfalli. Stærri börn, sem fyrst hlustuðu á lag og reyndu síðar á eigin spýtur að dansa eftir því. Unglingar, sem dönsuðu af undraverðri leikni, svo að auðséð var, að áralöng þjálfun lá að baki. Einlægni og áhugi skein út úr hverju andliti, og ekki sízt kennarans, sem var sannkallaður verk- og gleðivaki í hópnum. Stund- um sýndi hún nemendunum, hvernig fara skyldi að, og vakti það jafnan hrifningu. — Eftir erfiðar æfingar, sam- einaðist hópurinn að lokum í skemmtilegum þjóðdönsum, sem mjög ryðja sér nú til rúms í skólum vestra, ásamt ýmsum hópdönsum, sem þar eru kallaðir torgdansar (square dances), og er þá sungið fyrir dansinum. Stundum lék eldri nemandi eða annar kennari undir dansinum, en einnig var notaður grammófónn. — Þessi kennsla var í rauninni annað og meira en danskennsla. Hún var kennsla í látæðislist, þjálfun í að kalla fram mýkt í stað klunnalegra hreyfinga, æfing í að koma vel fram, markvisst starf í þá átt að fá börnin til að fyrirverða sig ekki fyrir ólögulegan líkama eða óvenjulegan vöxt. Líkamir þessara barna og unglinga voru beinlínis undnir eftir hljóðfalli og músik, svo að þeir hlutu að mýkjast og verða liðlegri og stæltari um leið. IV. Músikkennslan var líka með afbrigðum skemmtileg. Kennarinn var kornung stúlka, en sannarleg galdrakerl- ing í sinni grein. Kennslustundin hófst á því, að hún skrifaði upp á töfluna svolítið visuerindi, sem hún sagði, að börnin í yngstu deildunum vantaði lag við. Gæti nokk- ur hér hjálpað þeim? Börnin urðu íhugandi á svip. Brátt

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.