Menntamál - 01.02.1945, Blaðsíða 7

Menntamál - 01.02.1945, Blaðsíða 7
MENNTAMÁL 33 stóð upp 10 ára drenghnokki, en börnin voru flest á því reki í þetta sinn. Hann var hinn kotrosknasti, hóf upp raustina alveg ófeiminn og byrjaði á lagi. En þegar til kom, „söngst vísan ekki upp“, og varð hann að hætta við svo búið, öllum hinum til góðlátlegrar ánægju. — Öll höfðu börnin smáhljóðfæri, flautur og einföld blásturs- hljóðfæri. Fóru nú ýmsir að ná hljóði úr þeim og horfðu um leið á erindið á töflunni. Margoft þóttist einhver hafa fundið lag, en ekki var kennarinn samt ánægður. Talaði hún jafnan um lögin, áherzlur í erindinu og sitt hvað fleira viðvíkjandi söngmennt, um leið og hún eggjaði þau til að finna rétta lagið. Einn drengurinn gerði sér lítið fyrir og bjó til lag sjálfur, en ekki var kennarinn ánægður með það, og sagði, að honum hefði stundum tekizt betur. — Loks fann ein telpan lagið. Fékk hún að leika það á píanóið, og lék hún mæta vel, en hin sungu. — Hef ég sjaldan skemmt mér eins vel í kennslustund. Börnin voru svo gersamlega óþvinguð og eðlileg, og kennarinn hafði á þeim eitthvert töfralag, sem líklega hefur legið í yfir- burðum hennar og einstakri natni við kennsluna. Börnin stilltu hljóðfærin saman og spiluðu mörg lög. Flest voru það smálög, og öll spiluð rækilega eftir nótum. Einnig sungu þau nokkra söngva. Að lokum voru þrjú börn valin til þess að fara út í smábarnastofuna og kenna litlu börnunum lagið, sem fundizt hafði við vísuna þeirra. V. Börnin höfðu sjálf litla sölubúð opna hálfa klukkustund á degi hverjum. Þar höfðu þau á boðstólum alls konar minni háttar skólaáhöld, svo sem blýanta, stílabækur o. s. frv. Það voru 12 ára börnin, sem umsjón höfðu með þessu og voru þau algerlega látin spila upp á eigin spýtur. Annar hópur hafði umsjón með miðdegisverðinum, en hann var etinn í skólanum. Drengirnir sóttu matinn í heimavistina, en stúlkurnar framreiddu hann. Miðdegis-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.