Menntamál - 01.02.1945, Blaðsíða 8

Menntamál - 01.02.1945, Blaðsíða 8
34 MENNTAMÁL verður í Bandaríkjunum er yfirleitt létt máltíð, og þarna fengu börnin mest mjólk, brauð, grænmeti og ávexti. Eftir máltíð voru umræður um ýmis mál, sem börnin höfðu fengið áhuga á í svipinn, eða um þau efni, sem á einhvern hátt varðaði daglegt líf þeirra. — Ég var við- staddur einar slíkar umræður, og mig rak í rogastanz, hve börnin voru óhikandi í. málflutningi sínum og fyrir- spurnum. Var auðheyrt, að þau höfðu fengið æfingu í þessu. Kennarinn hvatti þau mjög til þess að koma fram með sjálfstæðar skoðanir og lagði að síðustu fyrir þau spurningu til íhugunar fyrir næsta dag. VI. í hinum almennu námsgreinum er kennslu svo háttað í skólanum, að kennt er eftir ákveðinni skrá eða áætlun, sem kennararnir gera sér í byrjun hvers misseris. Er haldið sér allrækilega við áætlunina, en þó tekinn tími til athugunar á þeim hlutum, sem allra athygli beinist að í þann svipinn. — Þannig varð árásardagurinn á Pearl Harbor (7. des. 1941) til þess að breyta að mun sögu- og landafræðikennslustundunum. — Enda má raunar með sanni segja, að sá dagur hafi yfirleitt breytt mjög öllum anda og kennslu í skólunum vestra. Landafræðikennarinn var belgisk kona, sem hafði mjög sérstæða kennsluaðferð. Þegar ég sá til hennar, sat hún úti í horni og svaraði spurningum, en börnin voru í óða- önn að setja nöfn, fjöll og gróðurlendi á geysistórt kort af Suður-Ameríku. Þegar börnin komu til hennar og spurðu hana óð og uppvæg, átti hún það til að vísa þeim á einhverja bók í skólabókasafninu, þar sem þau gætu fengið spurningunni svarað. Einhver varð þá að skokka eftir bókinni. Síðan lagðist allur hópurinn og krunkaði yfir henni, þangað til þau höfðu fundið það, sem þau leit- uðu að. — En stundum átti kennarinn það líka til að lýsa fyrir þeim einstökum atriðum sjálf, og það gerði hún af

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.