Menntamál - 01.02.1945, Blaðsíða 5

Menntamál - 01.02.1945, Blaðsíða 5
MENNTAMÁL 31 ákveðnu skipulagi, og hafði nýlega verið lokið við veglegt heimavistarhús fyrir kennara og nemendur, þegar ég heimsótti skólann. Forráðamenn skólans hafa auðsjáan- lega lagt ríkasta áherzlu á að búa sem bezt í haginn fyrir yngstu nemendurna. Var smábarnastofan stór salur, bú- inn alls konar leiktækjum, áhöldum og efni fyrir föndur og teiknun. Laus borð og stólar voru í salnum, og ein- faldir legubekkir með sumum veggjum. Eldri nemendur höfðu smíðað flest af þessum tækjum, og sum húsgögnin líka. Leikfimissalurinn var og mjög stór fyrir ekki fjöl- mennari skóla. Var hann jafnframt samkomusalur. Tíðk- ast það mjög í smærri skólum vestra, að leikfimissalurinn er þannig jöfnum höndum samkomusalur, ef skólinn hefur ekki því meira húsnæði, enda er hann þá venjulega með afbrigðum smekklegur og vel útbúinn. Sætin eru stólar, sem hægt er að leggja saman, svo að þeir taka lítið geymslurúm. — Annafs eru sérstakir samkomusalir með upphækkuðum sætum í flestum stærri skólum. Fyrir enda leikfimissalarins var allstórt áhorfendarúm, nokkru hærra en salargólfið. Þar hafði bókasafni skólans verið komið fyrir, miklu safni og góðu. Sæti voru þar hin þægilegustu. Kennslustofurnar voru allar of litlar, og smíða- og teiknistofur voru í slæmum kjallara. Lá næst fyrir að byggja yfir iðn- og listkennsluna, því að rík áherzla er á hana lögð. III. I fyrsta skiptið, sem ég kom í skólann, sat ég stanzlaust í tvær klukkustundir og horfði á danskennslu í leikfimis- salnum. Var það einhver bezta og skemmtilegasta kennsla, sem ég hef séð. Kennarinn var kona um fertugt, og kom hún í skólann einu sinni í viku og dvaldi þá allan daginn. — Annars kenndi hún víða. Hún hafði áður verið þekkt-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.