Menntamál - 01.02.1945, Blaðsíða 10

Menntamál - 01.02.1945, Blaðsíða 10
36 MENNTAMÁL við að eiga, hve fátt var í sumum aldursflokkunum. Eins létu þeir í ljós ótta um, að börnin kynnu að fara á mis við ýmislegt í félagsefnum, sem stærri skólar hafa upp á að bjóða. Einkum þótti þeim unglingarnir fara þarna nokkurs á mis, enda leggja Ameríkumenn yfirleitt mikið upp úr því, að unglingar venjist á að vinna saman í íþróttaflokkum, félögum og skemmtihópum. Til þess að reyna að bæta eitthvað úr þessu, voru tíðum farnar hóp- ferðir í stærri skóla og dvalið þar heilan dag eða meira. Var unglingunum þá bent á ýmislegt, sem þeim mætti að haldi koma, og þeim þannig gefinn kostur á að sjá, hvernig aðrir skólar störfuðu. Eins voru oft farnar aðrar hóp- ferðir til merkra staða, í dýragarða, á söfn o. s. frv. En jafnframt var kennurunum ljóst, að skólinn hafði marga kosti fram yfir aðra skóla. Sérstaklega var þar ýmislegt til þess að auka alhliða á þroska barnanna, og var ekki sjaldgæft að sjá yngstu börnin vappa úti milli alifuglanna, geitanna og smáhestanna og ræða um dýrin af mesta áhuga. Kennurum skólans hafði einnig reynzt fært að taka við vandræðabörnum úr stærri byggðarlögum og jafnvel frá New York-borg, og var þetta skólanum styrkur, því að meðlög með slíkum börnum eru há. Ekki reyndust þessi börn erfið viðureignar, og þurfti yfirleitt sáralitlar auka- ráðstafanir að gera þeirra vegna. — Umhverfið lagaði þau. í skólanum var hinn skemmtilegasti andi, og sambandið milli kennara og nemenda með ágætum. T. d. er þetta eini skólinn, sem ég kom í, þar sem börnin kölluðu kennarana skírnarnöfnum. Þetta vakti svo mikla athygli meðal sam- ferðafólks míns, að það var sífellt að hafa orð á því. í Bandaríkjunum ávarpa börnin kennarana jafnan með ætt- arnafni og titli, svo sem Mr. Johnson, Mrs. Smith, Miss Williams, o. s. frv. Þetta var heimili, og það var mjög ánægjulegt að kynn-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.