Menntamál - 01.02.1945, Side 16
42
MENNTAMÁL
Föndur
Föndur nefnist bók, er Lúðvíg Guðmundsson, skóla-
stjóri Handíðaskólans, hefur samið, en Kurt Zier yfir-
kennari teiknað flestar myndirnar í. Iíún er leiðbeiningar
um verklegt nám, ætluð til notkunar í skólum og heima-
húsum. Er það fyrri hluti hennar, sem út er kominn, og
er þar að mörgu skemmtilegu vikið. Sumt er svo einfalt,
að það er við hæfi ungra barna, en annað er erfiðara,
svo að bezt hentar stálpuðum unglingum og æfðum. Þarna
er kennt að vinna úr pappír, eldspýtustokkum, leir, vír,
basti og tré. Þarna er sýnt, hvernig hægt er að prenta
myndir með kartöflum eða linóleumdúk, hvernig grímur
eru gerðar og skuggaleikir leiknir með klipptum mynd-
um eða lifandi leikendum, og þarna er handbrúðuleikjum
lýst. Enn fremur eru þarna hagkvæmar bendingar um
val og hirðing verkfæra, auk margs annars.
Af þessu, sem hér hefur verið nefnt, — og er þó margt
ótalið af efni bókarinnar, — má sjá, að bókin kemur víða
við og hefur að geyma mörg skemmtileg og þroskandi við-
fangsefni fyrir börn og unglinga á ýmsu reki.
Ritstjóri Menntamála er sjálfur heldur lítils kunnandi
í alls konar föndri, eins og Lúðvíg skólastjóri nefnir þessa
starfsemi, en þó þykir honum full ástæða vera til að benda
kennurum og foreldrum á þessa bók, því að hann fær ekki
betur séð en hún sé hin nytsamasta og skýringarnar svo
glöggar og auðskildar, að koma megi að fullu gagni, enda
eru myndirnar bæði margar og ágætar. — Bókin kostar
bundin kr. 12.75.