Menntamál - 01.02.1945, Blaðsíða 3

Menntamál - 01.02.1945, Blaðsíða 3
MENNTAMÁL XVIII., 2. FEBRÚAR 1945 STEFÁN JÚLÍUSSON: Heimsóknir í skóla 2. Skólinn í Hessianhæðum. I. Landslagi meðfram hinu mikla og söguríka Hudson- fljóti er svo háttað, að þar skiptast á háar hæðir og djúpar dældir. Á vesturbakka fljótsins, um 60 km. leið frá New York-borg, eru Hessianhæðir, Þar er skóli sá, sem ég ætla að segja hér stuttlega frá. Ég fór fyrst í heimsókn í Hessianhæðaskólann föstu- daginn 28. nóvember 1941. Og sökum þess, hve mér þótti skólinn einstakur og sérstæður í sinni röð, og hve margt var þar merkilegt að sjá, heimsótti ég hann aftur á út- mánuðum sama veturinn. Einnig hafði ég þá séð kvik- mynd um starfsemi skólans í háskólanum, þar sem ég stundaði nám. Ilessianhæðaskólinn er alger tilraunaskóli. Hann er stofnaður og rekinn af kennurum og foreldrum í smá- byggð þarna í hæðunum, og er hvort tveggja í senn heim- angöngu- og heimavistarskóli. Veturinn 1941—42, þegar ég hafði kynni af skólanum, voru í honum um 75 nem- endur, og voru þeir á aldrinum 2—18 ára. Skólinn nær því yfir alla aldu '-fiokka 1 arna og unglingaskólans, allt frá fósturskólum og upp í eldri gagnfræðaskólann. Þar var því á auðveldan og einfaldan hátt hægt að fá yfirlit yfir alla kennslu, sem veitt er vestra á undan háskóla- námi. — Á undanförnum árum hafa 90 eða 95% af

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.