Menntamál - 01.02.1945, Qupperneq 12
38
MENNTAMÁL
mætti í fyrstu, enda varpar Watson sjálfsskoðuninni
fyrir borð og telur hana blekkjandi og óvísindalega.
Eins og vænta má, er sálarlíf dýra og ungbarna tilvalið
rannsóknarefni hátternisfræðinga, því að þau geta ekki
lýst fyrir öðrum sálrænni reynslu sinni. Vér verðum að
ráða í sálarlíf þeirra af svipbrigðum þeirra, hljóðum og
hátterni. Doktorsritgerð Watsons fjallaði um tamning
dýra, og margt hefur hann ritað um barnasálarfræði og
uppeldisfræði, m. a. þessa bók.
Kenning Watsons er óneitanlega einhliða og þröng, þótt
rannsóknir hans séu í ýmsu athyglisverðar. Þegar ég, að
beiðni útgefanda, tók að mér að þýða þessa bók, var það
ekki af þvi, að ég sé öllum fullyrðingum og skoðunum
höfundar sammála. En að hinu leytinu varpar bókin nýju
ljósi á sálarlíf barna og veitir mörg ágæt ráð um uppeldi
þeirra. Kaflarnir um hræðslu barna og reiði eru t. d. stór-
merkilegir og hafa orðið almenningi til mikils gagns og
skilningsauka. Watson ritar ljóst og alþýðlega. Hann er
hvorki myrkur í máli né hræddur við að halda skoðunum
sínum fram. Hefur hann því í einu aflað sér margra að-
dáenda og orðið mörgum hneykslunarhella. Má gera ráð
fyrir því, að bókin veki athygli hér sem annars staðar
og verði mikið lesin.“
Menntamál vilja benda foreldrum á þessa bók og ein-
dregið ráða þeim til þess að lesa hana, því að margt má
af henni læra. Hún er ætluð leikmönnum og efnið þannig
orðað og fram sett, að almenningur geti haft þess full
not.