Menntamál - 01.02.1945, Blaðsíða 11

Menntamál - 01.02.1945, Blaðsíða 11
MENNTAMÁL 37 ast þar lífi og störfum. Mér flaug oft í hug, aÖ ef til vill gætum við dregið af þessari tilraun lærdóma, er við sett- um hér á stofn heimili fyrir börn og unglinga, sem á einhvern hátt eiga ekki samleið með fjöldanum. Þó að þetta skólaheimili væri fyrir fullkomlega heilbrigð og eðli- leg börn, var margt í rekstri þess og störfum, sem ein- mitt væri nauðsynlegt sem grundvöllur undir slíka stofn- un. — Stefán Júlíusson. Fyrstu árin Svo nefnist bók, sem nýlega er komin út (Bókaútgáfan Heimir, Reykjavík, 1944). Hún er „handbók um barna- uppeldi og sálræna meðferð ungbarna", eins og stendur á titilblaði. Höfundur hennar er amerískur sálfræðingur, J. B. Watson, en dr. Símon Jóh. Ágústsson hefur þýtt hana. Efni hennar verður vart lýst skýrar og sanngjarn- legar en dr. Símon gerir í formála fyrir henni. Þar segir hann svo: „John Broadus Watson er einn kunnasti sálfræðingur Bandaríkjanna. Hann fæddist árið 1878 og varð þrítugur að aldri prófessor í tilraunasálarfræði við John Hopkins háskóla í Baltimore. Hann er helzti forvígismaður stefnu þeirrar í sálarfræði, er nefna mætti hátternisstefnu (be- haviorism), en hún er í því fólgin að ráða sálarlíf manna eingöngu af athöfnum þeirra eða hátterni í víðustu merk- ingu. Þegar málið er talið til hátternis, er rannsóknar- aðferð þessari ekki jafn þröngur stakkur skorinn og ætla

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.