Menntamál - 01.02.1945, Side 9

Menntamál - 01.02.1945, Side 9
MENNTAMÁL 35 mikilli leikni í því að gera efnið skemmtilegt. Hún talaði enskuna með skemmtilegum útlenzkum hreim. Þetta var nánast sjálfsnám undir góðri og öruggri hand- leiðslu. Þá var náttúrufræðikennslan nokkuð sérstæð. Inni í kennslustofunni voru kassar og búr með kanínum og hvít- um rottum. Börnin sátu í kring um dýrin, ásamt kenn- aranum. Jafnframt voru þarna í stofunni geysimikil línu- rit og skrár yfir þessa rottuættbálka og kanínukyn. Hóp- urinn var nánast að athuga, hvernig ýmis litareinkenni þessara dýra gengju í ættir. Börnin voru 12 og 13 ára og virtust hafa mikinn áhuga á þessu. Öll dýrin höfðu sín nöfn, og var ætt þeirra rakin til einhvers dándis- kanínuáa, sem ég man nú ekki nafnið á lengur. Oft flugu að kennaranum hinar beinskeyttustu spurningar um tímg- un og annað, sem viðkom viðhaldi ættstofnsins, svo að okkur áheyrendum þótti alveg nóg um, en kennarinn tók þessu öllu með hinu mesta jafnaðargeði og ræddi um þessi atriði eins og hvern annan eðlilegan hlut, sem sjálfsagt væri að tala um. — Náttúrufræðikennarinn var sá af kennurunum, sem einna helzt gat talizt skólastjórinn, þó að málefnum skól- ans væri í raun og veru stjórnað af öllum kennurunum sameiginlega. VII. Það var auðsætt, hvað gert hafði þennan tilraunaskóla þarna í Hessianhæðunum að fyrirmyndarskólaheimili. Það er fyrst og fremst hin sérstaklega nána og góða samvinna kennaranna innbyrðis og náin kynni og gagnkvæmur áhugi og vilji foreldra og kennara út á við. — Skólinn var sameiginlegt átak allra, og jafnvel börnin og ungling- arnir urðu stundum að grafa skurði og hlaða garða. Ekki svo að skilja, að kennararnir finndu ekki, að sumt var verra en þeir hefðu á kosið. T. d. þótti þeim oft erfitt

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.