Menntamál - 01.11.1945, Page 20

Menntamál - 01.11.1945, Page 20
194 MENNTAMÁL irnar hverfa, og við erum komnir í nána umgengni við aðrar þjóðir. Þjóðlegar landvarnir okkar þurfa að vera traustar. Svo þurfum við að umgangast aðrar þjóðir, að virðingu þeirra veki. Við þurfum að temja okltur kurteisi þeirra fornu Islendinga, sem í konungsgarði dvöldust, en létu aldrei af rétti sínum og fyrirlitu daður. Allur undir- lægjuháttur skerðir sjálfsvirðingu okkar og krenkir álit okkar í augum hinna framandi. Þess er okkur nauðsyn, að öll viðskipti okkar séu mótuð af þeirri menningu, sem gef- ur smáþjóð rétt til þess að halda því sjálfstæði, sem hún hefur barizt fyrir og loks fengið, eftir að kynslóðirnar höfðu í. þrengingum sí-num verndað þau verðmæti, sem urðu innsti kjarni þjóðréttar okkar. Margt þurfum við að læra af öðrum þjóðum, og vinsamleg viðskipti við þær eru okkur nauðsyn, en allt það, sem við lærum, verður að lúta íslenzkum lögum, falla inn í menningu okkar og verða henni eiginlegt. Alþýðumenning okkar með öllum sínum takmörkunum varð þess umkomin að geyma okkur rétt til þess að vera þjóð. Á liðnum öldum tókst alþýðu þessa lands að geyma hetjusagnir okkar og gera þær að vörn gegn dauða. í tví- sýnni baráttu við ánauð erlends valds og hamfarir ís- lenzkrar náttúru varðveittu kynslóðirnar fjöregg okkar, tungu og bókmenntir, og gáfu okkur í hendur, svo að við ættum óhrekjanlegan rétt til þessa lands. — Tunga og bókmenntir urðu líf kynslóðanna í áþján og örbirgð. Svo verður einnig í sjálfstæði og velmegun. Þess vegna má þjónustuskylda okkar við þjóðleg helgimál aldrei bregðast. Hún verður að vera einn lífþátturinn í skólastarfsemi okkar. Þórleifur Bjarnason.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.