Menntamál - 01.03.1947, Blaðsíða 9

Menntamál - 01.03.1947, Blaðsíða 9
MENNTAMÁL 3 Skynsamlegast væri það að láta hæfileikana ráða mestu, ekki einungis þegar valdir eru nemendur til háskólans og æðri skólanna, heldur einnig við inntökuna í menntaskól- ana. Þjóðfélagið ætti að öðru leytinu að gefa öllum, sem hafa til þess góðar gáfur, kost á æðri menntun, og að hinu leytinu varna þeim, sem lítt eru gefnir, inngöngu í menntaskólana. Þetta ætti að vera óháð því, hvernig for- eldrarnir eru settir í þjóðfélaginu. En eigum við nokkra mælisnúru, sem hægt væri að beita við svo skynsamlegt val á nemendum í æðri skóla? Ég tel, að það væri ómaksins vert að hafa niðurstöður greindarrannsókna nútímans til hliðsjónar við þann vanda að velja nemendur til æðra náms. Svo aðeins getum við séð málið í réttu samhengi. Eins og kunnugt er, gerði franski sálfræðingurinn Alfred Binet fyrstu nothæfu aðferðina til greindarmæl- inga úr garði. Það var um það bil 1905. Hann hafði sam- vinnu um þetta við lækninn Simon, og er aðferðin að jafnaði nefnd Binet-Simon-aðferðin. Síðan hefur hún ver- ið endurskoðuð, bætt og löguð eftir menningaraðstæðum ýmissa landa. Einna þekktust er endurskoðun Ameríku- mannsins Termans. Meginreglan er ofur einföld: Hverju aldursskeiði eru valin nokkur tiltekin verkefni. Til lausnar þeim er ekki ætlazt til neinnar sérstakrar kunnáttu. Meðallag barna á hinu tiltekna aldursskeiði á að geta leyst þau, en ekki meðallag yngri barna. Þannig eru fundin verkefni fyrir fimm ára börn, sjö ára börn, 12 ára börn o. s. frv. Barn, sem leysir öll verkefni síns aldursskeiðs, en ekkert þar fyrir ofan, hefur meðallagsgreind. Barn, sem lýkur öllum verkefnum, sem heyra til hærra aldursskeiði, er talið fram yfir meðallag og þeim mun meira sem verkefnin eru fleiri og öfugt, ef það leysir færri verkefni en meðal- barn jafngamalt. Ákveðinn mælikvarði á greindina fæst sem hér segir:

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.