Menntamál - 01.03.1947, Blaðsíða 29
MENNTAMÁL
23
1916 fluttist skólinn í stórt og vandað steinhús, sem
reist hafði verið í því skyni. Þar voru 6 rúmgóðar kennslu-
stofur, auk söngstofu í kjallara og íbúðar skólastjóra á
lofti. Leikfimisalur var enginn, og var vitanlega mikill
bagi að því.
Hin öra fólksfjölgun (íbúatala Eyjanna sexfaldast frá
aldamótum til 1930) gerir það brátt að verkum, að allt
of þröngt verður enn um skólann. Á árunum 1927—29 var
byggð álma austan við skólann til suðurs, og var hún tekin
til afnota 1930. Neðsta hæðin öll er leikfimisalur, sem þá
var einn hinn fullkomnasti á landinu. Á efri hæðum eru
5 kennslustofur, auk kennarastofu.
Síðastliðið skólaár (1945—46) voru í skólanum 460
börn. Fyrir 10 árum voru þau 475, en komust um skeið
nokkuð á sjötta hundrað. Fólki hefur nokkuð fækkað í
Eyjum á þessum árum, en hlutfallslega hefur þó skóla-
skyldum börnum fækkað mun meira.
Barnaskóli starfar á vegum safnaðar Sjöunda dags að-
ventista. Er hann í þrem deildum, og starfa tveir kenn-
arar við hann.
Kennarar við barnaskólann eru tólf, auk skólastjóra.
Starfar skólinn venjulega í um 20 deildum. Starfstíminn
er frá 1. september til 31. maí.
Kennarar skólans beittu sér fyrir nokkrum árum fyrir
stofnun barnabókasafns í skólanum. Afhenti stéttarfélag
kennara skólanum safnið að gjöf við skólaslit 1946. Þótti
þetta að vonum myndarleg afmælisgjöf frá kennurunum
á þessum merkistímamótum skólans. Er safn þetta þegar
orðið allmikið að vöxtum og er starfrækt með góðum
árangri.'
Skólinn hefur um margra ára skeið haft hjúkrunar-
konu og tannlækni í þjónustu sinni, og nú nýlega hefur
verið komið upp ljóslækningatækjum í skólanupi.
Ötullega er unnið að því að afla skólanum nýrra kennslu-