Menntamál - 01.03.1947, Blaðsíða 45
MENNTAMÁL
39
anna að hvers konar skrípilátum og óheilbrigðum liísháttum, æsa upp
í jteim allt hið frumstæðasta og gera þá með því ónæmari á sannar
menntir og hollar lífsvenjur. Væri mikið unnið, ef síikum áhrifum
væri hægt að bægja burtu, og enn rneiri fengur væri að j>ví, ef jafn-
framt væri hægt að kenna þeint að meta góða og göfuga list, heil-
næma skemmtun og nytsama fræðslu.
Slæmar kvikmyndir eru mjög í ætt við fuglana forðum, sem átu
upp hið góða sæði.
Varnir gegn áfengissjúkcLómum.
Alfreð Gíslason læknir ritar mjög athyglisverða grein í 1. tölubl.
Syrpu um varnir gegn áfengisbölinu. Gerir hann fyrst stutta grein
fyrir höfuðatriði jtessa niáls, að drykkjuskapur er alvarlegur sjúk-
dómur, og að gegn honum verður ekki unnið að gagni, nema sá skiln-
ingur sé lagðttr til grundvallar hvort tveggja 1 því skyni að lækna
hina sjúku sent og að koma í veg fyrir, að lieilbrigðir sýkist. Þessi
skilningur hefur jtví miður átt litlu fylgi að fagna hér á landi, og
því hefur farið, sem farið liefur.
Aðalatriðin í tillögum læknisins eru j>au, að komið verði á fót i)
hjálparstöð, 2) spítala eða spítaladeild og 3) hæli.
Um hjálparstöðina segir m. a.: „Skal hún gegna tvenns konar hlut-
verki, vera í senn lækningastöð og heilsuverndarstöð. Sjúklingarnir
ntunu leita til liennar um hjálp af sjálfsdáðum eða lil j>ess knúðir
af vandamönnum. Þar fá þeir læknisskoðun, heimilisástæður eru at-
hugaðar og j>eim gefnar leiðbeiningar um meðferð og nauðsynleg
aðstoð veitt venzlafólkinu .... En auk }>ess mundi verkefni stöðvar-
innar verða j>að, að leita sjálf uppi livern einasta drykkjumann og
sjá honum fyrir læknismeðferð, jafnvel án íhlutunar aðstandenda ....
Hið beina lækningastarf stöðvarinnar yrði fólgið í læknisrannsókn
á sjúklingnum, mati á andlegu og líkanilegu ástandi hans og ráðlegg-
ingum í samræmi við }>að, ásamt eftirliti með árangri."
Um spítalann segir: „Oft er brýn nauðsyn að koma drykkjusjúkl-
ingum f sjúkrahús. Það er t. d. erfitt að fást við drykkjuæði annars
slaðar cn í geðveikraspítala. Hið sama gildir um aðrar enn fágætari
tegundir drykkjubrjálsemi. Einföld ölvun getur, sem kunnugt er, orðið
svo hatramleg, að til vandræða sé í heimahúsi, og væri }>á ólíkt meiri
menningarbragur að J>ví að geta flutt }>á í sjúkrahús en hola j>eim
niður í lögreglukjallarann, og vænlegra væri }>að til betrunar."
Um hælið segir: „Drykkjumannahælið yrði síðasti liðurinn í þessu
kerfi. Þangað færu }>eir einir, sem ókleift reyndist að lækna með öðru
móti. Þar yrði vistartíminn langur, reiknaður í misserum eða árum.