Menntamál - 01.03.1947, Blaðsíða 10
4
MENNTAMÁL
Gerum ráð fyrir, að sex verkefni séu ætluð hverju ald-
ursári. Nú leysir sjö ára drengur öll sjö ára verkefnin,
en auk þess tvö átta ára verkefni og eitt níu ára. Hvert
verkefni, sem hann lýkur ofar sínu aldursári reiknast
honum til tveggja mánaða í greindaraldri. Greindaraldur
hans verður því 7 ár + 6 mán. = 7i/2 ár. Greindarvísi-
talan (GY) er fundin á þann hátt, að aldri barnsins er
deilt í greindaraldur þess. f þessu tilfelli: 7,5 : 7 = 1,07.
Venjan er að margfalda útkomuna með 100 til þess að
fá heila tölu. GV = 100 er meðallag. Þegar fundin er
greindarvísitala fullorðinna, er að jafnaði reiknað með
16 ára aldri. (Það er þó sennilega of há tala. Aths. þýð.)
Það, sem gefur greindarvísitölunni sérstakt gildi, er
það, að við margendurteknar prófanir hefur hún reynzt
nærri því stöðug. Ef við prófum umræddan dreng aftur,
þegar hann er fjórtán ára, munum við komast að því, að
greindaraldur hans er því sem næst 15 ár. GV verður því
15 : 14 = 107. Að vísu er líklegt, að það verði ekki alveg
nákvæmlega svo, en mjög nærri því. Ef barn er greindar-
prófað, má því segja fyrir fram með miklum líkum, hvaða
vitsmunastigi það muni ná, er það kemur til fullorðins-
ára. Af þessu getur auðvitað hlotizt geysilegt gagn, en í
því er einnig fólgið afar mikið, fræðilegt gildi. Ef greind-
arvísitalan er stöðug, bendir það til, að greind mannsins
sé óháð æfingu og námi eða með öðrum orðum, að hún
sé að mestu leyti bundin erfðum, að hún sé í eðlið borin.
Nánari rannsóknir hafa þó leitt í Ijós, að reglan um stöðug-
leika greindarvísitölunnar er ekki skilyrðislaus. Ef upp-
eldisaðstæður barns breytast gagngert, breytist greindar-
vísitalan einnig. Oft hækkar hún, en ekki mjög mikið, ef
til vill um 5—10 einingar. Af þessum rannsóknum virðist
mega ráða, að mismunur á erfðaeigindum ráði miklu
meira um greindina en mismunur á uppeldisaðstæðum,
að minnsta kosti eins og sá mismunur kemur fram innan
menningarþjóðfélaga í Evrópu og Ameríku. Rannsóknir