Menntamál - 01.03.1947, Blaðsíða 13

Menntamál - 01.03.1947, Blaðsíða 13
MENNTAMÁL 7 kenni, svo sem iðni, þrautseigja, áhugasemi o. fl., skipta þar geysimiklu máli. Það er maðurinn í lieild, sem lærir og starfar. Það má aldrei gleymast. Og við megum ekki láta sálfræðileg próf villa okkur svo sýn, að við lítum á hæfileika mannsins frá of vélrænu sjónarmiði. Val nem- enda til æðra náms má því ekki fara fram eingöngu eftir niðurstöðum greindarprófa. Taka verður jafnframt' fullt tillit til þekkingarprófa og álits kennara. I sumum tilfell- um gætu prófanir á áhugamálum og sáltæknipróf komið til greina. Mörgum hefur eflaust þótt ég leggja of mikla áherzlu á prófun hæfileikanna. Þeir eru fullir efasemda og spyrja sem svo: Eru þessar prófanir í raun og sannleika svo öruggar, að það sé verjanlegt að láta þær hafa úrskurðar- vald um örlög manna? Og hvernig ætti að koma fyrir greindarprófum, sem mætti treysta fyllilega? í rauninni er komin löng reynsla á notkun greindar- prófa, og til eru fjölmargar og víðtækar rannsóknir í þeim efnum. Greindarprófin hafa sannað hið mikla, hag- nýta gildi sitt í reyndinni. Mótbárurnar gegn þeim eru runnar að jafnaði frá mönnum, sem hafa ekki nægilega þekkingu á þessum efnum. Annað mál er það, að með hæfileikaprófanir verður að fara af mikilli gagnrýni og gætni. Sálfræðilegt próf er ekki mælikvarði, sem hver, sem er, getur beitt eins og málbandi. Því miður eru til fjölmargir, ofstækisfullir prófendur, sem beita greindarprófunum af lítilli eða engri gagnrýni og koma þannig óorði á þau. Dæmi um þetta má nefna héðan úr Ósló, þar sem hóp- próf hafa verið notuð í fyrsta bekk barnaskólans til þess að greina börnin að eftir gáfum. Fjöldi foreldra hefur brugðizt reiður við þessum aðför- um, og eigi allfáir kennarar hafa lagzt gegn þeim. Ég játa, að ég er á sama máli og hinir reiðu. Það er skortur á gagnrýni að láta eitt einstakt hóppróf, sem lagt

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.