Menntamál - 01.03.1947, Blaðsíða 8
2
MENNTAMÁL
hlotið háa einkunn til þess að geta orðið læknar, tann-
læknar og lyfjafræðingar. Ég býst ekki við, að við þurf-
um að eyða orðum að heimskunni í þessu. Ég vil aðeins
benda á, að einkunnirnar við stúdentsprófið eru næsta
ófullnægjandi mælikvarði á hæfileika manna, minninu er
þar gert allt of hátt undir höfði, og kapphlaupið um
einkunnirnar er til hinnar mestu óhollustu í starfi skól-
anna. Við þetta bætist, að val nemenda til einstakra
menntastofnana fer fram án tillits til heildarinnar. Það
sætir óvéfengjanlega nokkurri furðu, að meiri kröfur
skuli gerðar um vitsmuni og menntun til þeirra manna,
sem ætla að gerast lyfjafræðingar, en til dómara og
menntaskólakennara.
Annars dregur óðum að því, að hugsa verði til tak-
markana um inngöngu í aðrar deildir háskólans. Af því
leiðir, að taka verður þessar inntökuhömlur til endur-
skoðunar í heild. Við skulum vona það, að þeir, sem um
þetta mikla nauðsynjamál eiga að fjalla, hafi til þess
nægilega víðsýni í félagslegum efnum og sálfræðilega
kunnáttu til að bera.
Inngönguhölmurnar í háskólann og æðri skólana eru
ekki vandamál, sem er óháð öllu öðru. Það er hvergi nærri
nægjanlegt að velja sæmilega úr þeim hóp, sem náð hefur
stúdentsprófi, eins og högum er nú háttað í skólamálum
landsins. Það er engin trygging fyrir því, áð það séu
þeir, sem hafa mest til brunns að bera til þeirra starfa,
sem hin æðsta menntun veitir rétt til. Á annan bóginn
veljast menn til menntaskólanáms mjög eftir búsetu í
landinu, en á hinn bóginn eftir fjárráðum og félagsstöðu
foreldra sinna. Gáfurnar ráða ekki mestu um það, hverjir
skipa sæti í menntaskólum landsins, heldur aðstaða for-
eldra þeirra í þjóðfélaginu. Ég vil benda á rannsóknir
A. Skaugs frá 1934. Þær leiddu í ljós, að börn verka-
manna og bænda eru þar t. d. hlutfallslega í miklum
minni hluta.