Menntamál - 01.03.1947, Blaðsíða 14

Menntamál - 01.03.1947, Blaðsíða 14
8 MENNTAMÁL er fyrir smábörn af fólki ómenntuðu í sálfræðilegum efn- um, hafa svo mikil áhrif á örlög barna. Smápróf (tests) eru næsta gagnleg hjálpartæki í hönd- um vel menntaðs sálfræðings. Og ef greindarpróf eiga að hafa úrslitaáhrif á það, hvaða nám unglingum skuli fyrir- hugað, verða sérmenntaðir menn að vera þar að verki. Það er öldungis ófrávikjanlegt skilvrði. Það nægir ekki að þýða eða taka saman einhver hóppróf og láta síðan kennara, sem enga sérmenntun hafa, um prófunina. Það væri næsta nauðsynlegt að hafa á að skipa hæfilegum fjölda sérmenntaðra skólasálfræðinga. Þar sem um er að ræða svo örlagaríka ákvörðun um framtíð barnsins, má ekki láta sér nægja eitt einstakt próf og allra sízt hóppróf. Það verður að endurtaka prófin og prófa einn í einu. Ég er ekki skólamaður, en ég vil samt leyfa mér að gera tillögu um, hvernig þessum málum skuli skipað. Hún gæti að minnsta kosti orðið umræðugrundvöllur. Það ætti að prófa öll börn fyrsta skólaárið. En, eins og áður er sagt, nægir það ekki. Prófið ætti að endurtaka, t. d. á tveggja ára fresti. Eftir 4—5 ár, þ. e. þrjár próf- anir, ætti að vera fengin allörugg vitneskja um greindar- stigið. Jafnframt þessu ættu einkunnir og álit kennaranna að veita vitneskju um ástundun, getu og áhuga á skóla- námi. Með samanburði greindarvísitalnanna og námsafkast- anna væri þannig hægt á 5 fyrstu skólaárunum að fá hina öruggustu vitneskju, sem fáanleg er, um það, hvaða börn skyldu tekin í æðri skóla og hverjum skyldi fremur hugs- að fyrir verknámi. Ég er þeirrar skoðunar, að þessa aðgreiningu ætti ekki að draga á langinn. Sjö ára samfelldur barnaskóli er óheppilegur frá sálfræðilegu sjónarmiði og óhagkvæmur þjóðfélaginu. Ég gæti hugsað mér, að eðlilegast mundi reynast, að barnaskólinn væri fimm ára skóli. í lok fimmta

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.