Menntamál - 01.03.1947, Blaðsíða 32

Menntamál - 01.03.1947, Blaðsíða 32
26 MENNTAMÁL Ný útgáfustjórn Á fulltrúaþingi S.I.B. 1943 var stjórn Sambandsins falið að sjá um útgáfu Menntamála um óákveðinn tíma. Stjórn- in valdi útgáfustjórn þá, er starfað hefur um þriggja ára skeið, en lætur nú af störfum samkvæmt ósk sinni. Stjórn S.Í.B. hefur því valið nýja útgáfustjórn, svo sem þetta hefti ber með sér. Fyrir hönd sambandsstjórnar býð ég hina nýju útgáfustjórn velkomna að starfi. Einnig bið ég hana og lesendur ritsins afsökunar á, hve seint þessi árgangur hefst. Því valda orsakir, sem ekki verða raktar hér, en snerta á engan hátt hina nýju útgáfustjórn. En minna vil ég félaga S.I.B. á, að erfitt er að láta rit koma út á réttum tíma, þegar fjárhagur er þröngur, prentkostnaður mikill og annríki prentsmiðjanna gífur- legt á þessari bókaöld. Einnig vil ég nota þetta tækifæri til þess að þakka félögum mínum í útgáfustjórn fyrir ágætt samstarf. Sömuleiðis þakka ég Þórði Pálssyni kennara fyrir ágæta aðstoð við afgreiðslu Menntamála síðast liðin tvö ár. Ég get þess að lokum, að ég tel S.Í.B. standa í þakkar- skuld við þá félaga mína, Arngrím og Ólaf, fyrir störf þeirra í útgáfustjórninni. A. Kr. hefur sýnt mikinn dugn- að og ósérplægni í því að afla ritinu tekna. Án hans að- stoðar hefði ritið verið miklu'minna þessi ár. Ó. Þ. Kr. hefur sýnt frábæran dugnað og árvekni í starfi sínu. Það er honum mest að þakka, hve ritið hefur komið reglulega út þessi ár. Ég hef oft heyrt, að það hefur kennurum líkað vel. Víst er, að þegar útkomu ritsins hefur seinkað, er sökin ekki hjá ritstj. Um efni ritsins eru að vonum skiptar skoðanir. Um slíkt má lengi deila, en ekki hitt, að Menntamál yrðu miklu betra tímarit, ef vér kennarar sýndum því meiri sóma eftirleiðis með því að senda fjöl- breytt efni og afla nýrra kaupenda. Stéttin hefur sýnt

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.