Menntamál - 01.03.1947, Blaðsíða 17
MENNTAMÁL
I
11
Markmið skipulagningar þjóðfélagsins til almanna heilla
er ekki það eitt að tryggja mönnum, að þeir hafi í sig
og á, heldur verður hún einnig að láta hin mannlegu verð-
mæti til sín taka, sinna öllum höfuðþörfum manna. Því
marki verður ekki náð með því eina móti að tryggja efna-
haginn, heldur einnig m. a. með því, að hver einstakling-
ur hljóti þá menntun og það starf, sem bezt hæfir hæfi-
leikum hans og áhugaefnum. I þessu sambandi er mikils-
vert að gefa því gaum, að starfsgreinum samsvarar hæfi-
legt gáfnastig. Þeir, sem eru greindari en starfsgrein
þeirra gerir kröfu til, missa áhugann á starfi sínu. Þeir,
sem hafa ekki nægar gáfur til þess' að vinna verk sitt,
verða að þola þrautir af þeim sökum.
Rétturinn til vinnu er ein af hinum miklu kröfum sam-
tíðarinnar. En það er ekki nóg, að hver maður fái vinnu,
heldur hina réttu vinnu, að hann verði réttur maður á
réttum stað.
Við erum ennþá víðs fjarri þessu marki og náum því
sennilega aldrei til fulls. En það er að minnsta kosti hægt
að nálgast það til mikilla muna, og bíður skólanna mikið
hlutverk í þeim efnum. Skynsamleg takmörkun á aðgöngu
að háskólanámi er áfangi á þeirri leið.