Menntamál - 01.03.1947, Blaðsíða 19
MENNTAMÁL
13
uppi list ferskeytlunnar í landinu. Ef menn eyða tíma til
teikningar og söngs, því þá ekki að eyða tíma til hinnar
fornu listar, sem fremur öllum öðrum hefur haldið uppi
samhenginu í íslenzkum bókmenntum, list rímnanna, list
ferskeytlunnar!
Nú veit ég það af eigin reynslu, að það er ekki alveg
rétt að fullyrða, að allir fslendingar geti komið saman
bögu, en það tel ég víst, að ekki yrðu undantekningarnar
að sínu leyti fleiri en á meðal þeirra, er söng stunda og
teikningu — og mætti þá eins gefa hinum óorðhögu und-
anþágu frá hagmælskunni, eins og hinum ósöngnu frá
söng og klaufunum frá teikningu. Þó myndu flestir kom-
ast upp á lagið að kasta fram stöku eða jafnvel yrkja,
ef áhugi þeirra væri heldur glæddur en dregið úr honum.
En nú er það alkunna, að bein formleg kennsla dregur
oft niður áhuga hjá nemendum á faginu, nema kennarar
séu því betri, og yrði að gæta þess hér að reyna ekki
að troða mör í milta, heldur láta nemendur sem frjáls-
asta um námið.
Stefán Júlíusson segir frá því einhvers staðar í Mennta-
málum eigi alls fyrir löngu, að hann kom í barnaskóla í
New York og sá þar og heyrði kennslukonu vera að láta
börnin setja saman lög — og fór furðu vel úr hendi. Og
ekki þarf lengi að leita eftir handlagni í amerískum
barnaskólum og miðskólum, ef menn sækja handavinnu-
sýningar þeirra: teikningu, málverk, leirmótun, útsaum
o. fl. Ég veit ekki, hvort Stefán hefur hlustað á versa-
gjörð í amerískum skólum, en mér er sagt, að í mörgum
amerískum skólum sé börnunum kennt að yrkja frá því
í fjórða bekk barnaskólans, — þegar þau eru 8—9 ára.
Og ég þekki stúlku, er tekið hafði skáldskap í college og
var skipað að skila einu kvæði á viku.
Hér er þá hin mikla útlenda fyrirmynd, sem íslenzkir
kennarar geta vitnað í, ef þeim skyldi koma til hugar að
endurreisa hagmælsku og vísnakapp í íslenzku barnaskól-