Menntamál - 01.03.1947, Blaðsíða 35

Menntamál - 01.03.1947, Blaðsíða 35
MENNTAMÁL 29 legt hafa orðið hægara í starfi sínu. Þá voru lögboðnar fleiri námsgreinar, svo að fyrr nefnd mótspyrna hvarf úr sögunni. Enn fremur tók hreppurinn þá að leggja skól- anum til ýmis kennslutæki og yfirleitt að gera betur við hann. Kennaralaunin hækkuðu einnig upp í 144 krónur fyrir kennslutímann. Erfiðast þótti Ólafi við það að eiga, hve börnin komu misjafnlega undirbúin í skólann, sum komu vel læs, en önnur nærri því ólæs. Um undirbúning í öðrum náms- greinum en lestri var vart að ræða. Er Ólafur var að því spurður, hvort heimakennslan hafi minnkað eða aukizt með árunum, svaraði hann því hiklaust, að hún hafi auk- izt til muna, fólk hafi orðið miklu hirðusamara um það að láta börnin koma sæmilega læs í skólann. Þetta er mjög athyglisvert og virðist skjóta nokkuð skökku við þeim fullyrðingum, að heimilin hafi tekið að afrækja fræðslu sína við tilkomu skólanna. Væri fróðlegt að vita, hvort hér væri um einsdæmi að ræða, eða hvort þessu hafi verið almennt svona farið. Ýmsar greinar barnafræðslunnar varð Ólafur að van- rækja alla kennaratíð sína, t. d. söng, leikfimi, teiknun og handavinnu. Lítils háttar reyndi hann þó við teiknun. Síðustu árin hafði Ólafur vorskóla fyrir yngstu börnin, og fannst honum það til mikilla bóta. Eigi kveðst Ólafur sjá eftir því, að hann lagði fyrir sig kennslu, þótt hann hefði haft af því mikið fjárhags- legt tjón að minnsta kosti lengi framan af. Kennslustarfið hafi verið sér líf og yndi. Ólafur er prúður maður og snyrtimenni, svo að af ber. Hann varðveitir enn þann menntaáhuga, sem kviknaði með honum á unga aldri, og setur sig lítt úr færi að svala þeirri þrá hálfáttræður að aldri.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.