Menntamál - 01.03.1947, Blaðsíða 27
MENNTAMÁL
21
þegar baráttu sína fyrir stofnun skóla og aukinni alþýðu-
menntun yfirleitt. Gerði Bjarni margar tilraunir til að
koma upp skóla — og kenndi sjálfur unglingum skrift,
reikning og dönsku endurgjaldslaust á vetrum. 1866 skrif-
ar hann dómsmálaráðuneytinu um barnafræðsluna í Vest-
mannaeyjum og leggur fram nákvæma áætlun um skóla-
hald. Leggur hann til, að hús það, er dr. Schleisner lét
reisa fyrir fæðingarstofnun 1847, er hann fékkst við
rannsóknir sínar á ginklofanum, verði tekið til afnota
fyrir barnaskóla. Getur hann þess, að samkvæmt skýrslu
sóknarprestsins séu 210 börn innan 14 ára aldurs í Vest-
mannaeyjum og fari flest þeirra á mis við kennslu í lestri,
skrift og öðrum námsgreinum á heimilunum. Telur hann
þess brýna þörf, að komið sé upp skóla, þar sem börnin
njóti kennslu — ekki einasta í lestri, skrift o. s. frv. —
heldur og í reglusemi, hlýðni og hreinlæti. Sýnir þetta
glögglega, hvern skilning Bjarni hafði á skóla- og upp-
eldismálum.
Kostnaðinn við skólahaldið áætlar hann um 280 dali á
ári. Vegna hinnar sáru fátæktar almennings lítur hann
svo á, að skólagjöld verði að vera mjög lág eða jafnvel
engin, að því er sum börnin snerti. Álítur hann þó senni-
legt, að Vestmannaeyingar geti lagt fram 150 dali á ári.
Ekkert hafði Bjarni annað en vífilengjur af stiftsyfir-
völdunum, sem fengið höfðu málið til athugunar.
1867 ritar sýslumaður enn um málið og hefur þá fengið
séra Brynjólf Jónsson í lið með sér. Telur hann þá 80
börn á skólaaldri í héraðinu. Virðist yfirvöldunum helzt
hafa vaxið í augum, að hafa þyrfti tvo kennara, en sýslu-
maður telur það óþarft með öllu, því að skipa mætti börn-
unum í tvær deildir, þannig að þau kæmu til kennslu sín
deildin hvorn dag. Taldi hann sjálfsagt, að prestur, læknir
og sýslumaður kenndu eitthvað við skólann endurgjalds-
laust. Heppilegastan kennslutíma taldi sýslumaður frá
niiðjum september til miðs maí, eða 8 mánuði.