Menntamál - 01.03.1947, Blaðsíða 24

Menntamál - 01.03.1947, Blaðsíða 24
18 MENNTAMÁ.L Vestmannaeyja, segir frá skólastofnun þessari í riti sínu um Bátaábyrgðarfélag Vestm.eyja, og telur hann, að hér sé um fyrsta barnaskóla landsins að ræða. Gunnar M. Magnúss rithöfundur er á sama máli í bók sinni Alþýðu- fræðslan á íslandi. Og í Sögu íslendinga, 6. bindi, eftir dr. Pál Eggert Ólason segir svo á bls. 191—192: „Fyrsta vísis þeirra (þ. e. barnaskóla) getur í Vestmannaeyjum árið 1745, og var hann endurbættur 1750. Stóðu að þessu Vestmannaeyjaprestar, en skóli þar féll niður eftir nokk- ur ár.“ Þessi þrjú dæmi læt ég nægja, og tel ég þau fullnægj- andi sönnun þess, að hér hafi verið um fyrsta barnaskóla landsins að ræða. Fátt eitt er vitað um skóla þennan. Hann var stofnaður 1745 um haustið fyrir forgöngu prestanna í Vestmanna- eyjum, Guðmundar Högnasonar og Gríms Bessasonar. Var hann endurbættur eitthvað 1750, en lagðist niður fyrir eða um 1760 vegna fjárskorts, að því er ætla má. Til er bréf dagsett 13. ágúst 1759 frá séra Guðmundi Högnasyni og séra Benedikt Jónssyni um leitun samskota erlendis til barnaskólans í Vestmannaeyjum. Fylgir bréfinu kostnaðaráætlun og bréf frá amtmanni. Mun þetta hafa verið örþrifaráð af hálfu þessara áhugasömu manna til þess, ef verða mætti, að bjarga málinu. Samskotaleitun þessi fyrir skólann er talin einsdæmi, en ekki þarf að undrast það, þótt hún bæri engan árang- ur, þegar þess er gætt, hversu þekkingu Dana á Islandi og íslendingum er þá háttað. Forstöðumaður skólans var Filippus Eyjólfsson, síðar hreppstjóri í Eyjum. Þessi fyrsti skólameistari í Vest- mannaeyjum andaðist þar 1791, 73 ára gamall. Þessi fyrsti barnaskóli landsins varð ekki langlífur, hef- ur sennilega starfað 15 ár, en lognast svo út af vegna sinnuleysis stjórnarvaldanna. Hugmyndin um skólahald fellur þó eigi í valinn með skólanum, en er haldið vakandi,

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.