Menntamál - 01.03.1947, Blaðsíða 44

Menntamál - 01.03.1947, Blaðsíða 44
38 MENNTAMÁL fræðaskólum, svo og öðrum skólum, sem reknir eru eða styrktir af almannafé; 2) kennarastörf í .íþróttum, einni grein þeirra eða lleiri, hjá félögum, stofnunum eða einstaklingum." Til þess að öðlast íþrótta- kennararéttindi við skóla, sem reknir eru eða styrklir af almannafé, skal nemandi liafa lokið prófi frá íþróttakennaraskóla íslands og al- mennu kennaraprófi. V. kafli er um Handíðakennaraskóla íslands. Skal liann veita mennt- un þeim, sem vilja gerast sérkennarar í handíðum við barnaskóla, skóla gagnfræðastigsins og húsmæðraskóla. Inntökuskilyrði eru al- mennt kennarapróf eða hliðstæð menntun að dómi fræðslumála- stjórnar. VI. kafli er um húsmæðrakennaraskóla. „Markmið skólans er að búa nemendur undir: 1) hússtjórnarkennslu í húsmæðraskólum og skólum gagnfræðastigsins; 2) ráðskonustörf við heimavistarskóla og aðrar opinberar stofnanir. VII. og síöasli kaflinn fjallar um réttindi kennara og fleira. Hefur hann að geyma ýmis sameiginleg ákvæði, sem varða alla jiessa skóla, svo og nánari skilgreiningu á því, livaða réttindi próf frá þeim veita. Merlcilegt menningarmál. Hannibal Valdimarsson flytur frumvarp á Aljringi um Kvikmynda- stofnun ríkisins. I 4. gr. frumvarpsins er lýst fyrirhuguðu hlutverki þessarar stofnunar. Greinin hljóðar svo: „Kvikmyndastofnun ríkisins skal keppa að því að gera kvikmyndir að sem almennustu og Jjjóðlegustu menningartæki, hliðstæðu útvarpi og skólum. I þessu skyni skal Kvikmyndastofnunin m. a.: j. reka kvikmyndahús sem víðast um landið, en halda uppi ferða- sýningum kvikmynda jrar, sem ekki eru skilyrði fyrir rekstri fastra kvikmyndahúsa; 2. sjá skólum landsins fyrir fræðslukvikmyndum og aðstoða þá við sýningar slíkra kvikntynda;- 3. vanda sem bezt val þeirra erlendra kvikmynda, sem fluttar eru inn í landið til sýningar, með tilliti til þess að bægja burtu sið- spillandi, ójrjóðhollum og menningarsnauðum kvikmyndum; 4. að gera íslenzka texta við erlendar kvikmyndir, eftir því sem föng verða á; 5. efla innlenda kvikmyndagerð og gera islenzkar kvikmyndir. Af rekstrarhagnaði Kvikmyndastofnunar ríkisins er heimilt að slyrkja leiklist, liijómlist og aðrar skyldar listgreinar." Það jjarf ekki að lýsa jtví fyrir íslenzkum kennurum, hver menn- ingarspjöll kvikmyndahúsin vinna með jtví að draga liugi ungling-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.