Menntamál - 01.03.1947, Blaðsíða 21
MENNTAMÁL
15
miklu um stefnur í íslenzkum skólamálum, að Guðmundi
Finnbogasyni, höfundi reglugerðar um skóla, skyldi ekki
detta í hug að innleiða kennslu í hagmælsku og kvæða-
kappi í íslenzka skólakerfið, þar sem hann þó var allra
manna fróðastur um íslenzkar vísur og fræði og hinn
snjallasti hagyrðingur sjálfur.
Nokkuð getur hafa valdið um þetta, að skólakerfið á
hans dögum var sniðið til þess að búa menn undir nám í
Hafnarháskóla og stúdentar urðu að kunna svo og svo
mikið í námsgreinunum, sem hverri fyrir sig var ætlaður
viss tími. Að sumu leyti gildir þetta enn um íslenzka há-
skólann. En þó mættu bæði norrænufræðingar og prestar
þakka fyrir, ef þeir hefðu verið tamdir við vísnagerð á
yngri árum, og ekki get ég heldur séð, að það kæmi lækn-
um og lögfræðingum illa, ef svo væri.
Enn mun verða sagt, að nóg sé af hnoði og leirburði
með íslenzku þjóðinni, þótt ekki sé verið að gera leik að
því að auka þann óhroða, enda sé ekki til mikils að reyna
að kenna þeim mönnum skáldskap, sem ekki hafi þegið
skáldskapinn að vöggugjöf.
Þeir, sem svo hugsa, hafa að vísu mikið til síns máls,
— en þó hygg ég, að dómur þeirra sé ekki á réttum
rökum byggður. Ég hygg, að því meiri rækt sem almenn-
ingur legði við hagmælskuna þeim mun betri skilyrði
mundu góð skáld hafa til þess að vaxa úr grasi. Hefðu
þeir bræður, Guðmundur og Sigurjón Friðjónssynir, orðið
þau skáld, sem þeir urðu, ef þeir hefðu ekki vaxið upp
meðal hagmæltra Þingeyinga?
Ef íslenzku skólarnir kepptust við að halda þingeyska
hagyrðinga-arfinum við lýði, þá ætti ekki að þurfa að
ugga. um ávöxtinn síðar meir.
Ég hef verið að benda á kvæðakennslu meðal ensku-
mælandi þjóða, af því að íslendingar leggja fremur eyrun
við, ef eitthvað kemur úr þeirri átt, þótt það sé kannske
ekki alltaf betra en þeirra eigið.