Menntamál - 01.04.1957, Blaðsíða 19
MENNTAMÁL
5
þroska 6 ára og 6 mánaða gamals barns meðalgefins.
Ef við föllumst á þetta, þá er hér fundinn mælikvarði á
yngri börn og eldri. Með honum má finna, hve mikill
hundraðshluti hvers árgangs, sem til greina kemur að
byrja skólanám, hefur náð þeim greindarþroska, sem
hið almenna barnaskólanám krefst. Ég legg til grund-
vallar rúmt markaða meðaltölu, grv. 91—110. Á þetta bil
falla rösklega 50% 7 ára barna, 25% eru fyrir ofan það,
25% fyrir neðan það. Með öðrum orðum: Þegar fræðslu-
skyldan kallar, hafa 75% barna náð þeim vitsmunaþroska,
sem telja verður nauðsynlegan til þess að hefja skólanám,
en 25% eru enn þá neðan við þetta mark.
Taflan sýnir, hve hár hundraðshluti 5—9 ára barna
hefur öðlazt tilgreindan þroska, meðalgreindarþroska 6
ára og 6 mánaða gamals barns. 1 hverjum aldursflokki eru
200—270 börn.
Tafla.
8% fimm ára barna
35% sex — —
75% sjö — —
94% átta — —
99% níu — —
Hér koma fram staðreyndir, sem hvetja til varkárni,
að hefja ekki uppskeruna fyrr en ávextirnir eru þrosk-
aðir. Ef notuð verður heimild fræðslulaganna um skóla
handa 5—6 ára börnum (sbr. Lög um fræðslu barna, nr.
34, 1946, gr. 53 og 54), þurfa þeir að fylgja sérstakri
námsskrá og beita annarri kennsluaðferð en almennu
barnaskólarnir, sem sníða starfshætti sína við hæfi þrosk-
aðri barna. En þó að slíkrar varúðar verði gætt, er með
öllu óréttlætanlegt að taka í smábarnaskóla til bóklegs náms
5 og 6 ára börn, sem ekki hafa náð að minnsta kosti með-
algreindarþroska síns aldurs.
Einnig niðurstaðan um 7 ára börn verður okkur tilefni