Menntamál - 01.04.1957, Blaðsíða 77
MENNTAMAL
63
TION) og æskulýðsstofnunar í Gauting (UNESCO INSTI-
TUTE FOR YOUTH) í Þýzkalandi. — Þá er og varið fé
til útgáfu-, upplýsinga- og leiðbeiningarstarfsemi og til
stuðnings starfsemi UNESCO-nefnda í þátttökulöndunum.
2) Samkvæmt fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir að
verja um 602 þúsund dollurum til umbóta í barnafræðslu í
Suður- og Mið-Ameríku. Verður aðaláherzlan lögð á þjálf-
un kennara og annars starfsliðs. Meginvandamálið þar á
þessu sviði kvað vera skortur á skólahúsnæái og þjálfuðum
kennurum. Þáttur UNESCO í málinu verður að veita sér-
fræðilega og tæknilega aðstoð við að skipuleggja umbæt-
urnar, en megin fjárhagsbyrðin á að koma á ríki þau, sem
þarna eiga hlut að máli.
III. NáttúruvísincLi.
Aðalþáttur UNESCO í þessu efni er að stuðla að alþjóð-
legu samstarfi vísindamanna og greiða fyrir því að árang-
ur vísindalegra rannsókna komist greiðlega til vitundar
þeirra, sem vinna í hliðstæðum greinum í öðrum heims-
hlutum. Árið 1947 var myndað „Internationál Council of
Scientific Unions", sem síðan hefur notið fjárhagsstuðn-
ings frá UNESCO. Árið 1949 var myndað „Council of In-
ternational Organizations of Medical Sciences“ og árið
1950 „Union of International Engineering Organizations".
Auk þessara stofnana, sem allar greiða fyrir samskiptum
vísindamanna, fara að sjálfsögðu mestar upplýsingar fram
með birting vísindalegra greina og rita. Kveðst UNESCO
hafa lagt sig fram um að gera þeim kleift að afla sér vís-
indarita, sem þeirra þurfa með. Meðal annars stuðlar UN-
ESCO að því að þýddar séu vísindalegar greinar á heims-
tungur, svo að tungumálin hindri ekki útbreiðslu vísinda-
legs árangurs. Fyrir atbeina UNESCO hefur eins og fyrr
greinir verið komið á fót rannsóknarstöð fyrir hagnýting
kjarnorku í friðsamlegum tilgangi. Veittir eru styrkir til
allmargra alþjóðlegra sambanda, svo sem „International