Menntamál - 01.04.1957, Síða 82
68
MENNTAMAL
störf erlendis, „Workers abroad“, upplýsingar varðandi
skiptiferðir verkamanna o. fl.
UNESCO veitir námsstyrki til þess að skapa þeim skil-
yrði til náms og þjálfunar í starfi, sem þörf er á til starfa
að málefnum stofnunarinnar. Eru námssstyrkir UNESCO
yfirleitt veittir með það fyrir augum að fullnægja þörf-
um stofnunarinnar fyrir sérþjálfaða menn á ýmsum
sviðum.
10) Almennar ályktanir o. fl. Gert er ráð fyrir, að hvert
aðildarríki geri ráðstafanir til þess að tengja helztu menn-
ingarstofnanir sínar starfi UNESCO, t. d. með skipun
nefndar, er slíkar stofnanir eigi fulltrúa í, og starfi nefnd
in með ríkisstjórninni eða hlutaðeigandi ráðuneyti að mál-
efnum, er varða UNESCO. Er gert ráð fyrir nokkru fé
til þess að halda uppi sambandi við nefndir þessar, á þann
hátt t. d. að senda starfsmenn úr höfuðstöðvum UNESCO
til viðræðna við þær. Má nefna, að fulltrúi frá UNESCO
sótti sameiginlegan fund UNESCO-nefnda Danmerkur,
Noregs og Svíþjóðar í Stokkhólmi á þessu ári, og átti Finn-
land og ísland áheyrnarfulltrúa á fundinum. Einnig er
gert ráð fyrir því, að fulltrúar af hálfu nefndanna heim-
sæki höfuðstöðvar UNESCO.
11) Útgáfustarfsemi o. fl. Til hinnar geysimiklu út-
gáfustarfsemi UNESCO og þýðinga á mörg tungumál eru
veittar tæpar 2,4 millj. dollara árin 1957—1958. Síðan
tekið var að nota rússnesku og spænsku á ráðstefnum og
að verulegu leyti í daglegum störfum UNESCO, hefur
þessi þáttur kostnaðarins aukizt mjög.
IV. Almenn framkvæmdastjórn:
Skrifstofu forstjóra UNESCO ber m. a. að aðstoða for-
stjórann við að framkvæma stefnu stofnunarinnar eins og
hún er mörkuð í stofnskrá og starfs-og fjárhagsáætlun
og halda uppi sambandi við aðildarríkin og alþjóðlegar