Menntamál - 01.04.1957, Blaðsíða 112
+
i
Magazines íor Friendship,
Occidentnl College, Los Angeles, Calif., U.S.A.
Þegar ég var á ferð í Los Angeles í Banclaríkjunum
1955, kynntist ég prófessor, sem er forstjóri félagssam-
taka til eflingar kynna meðal einstaklinga og þjóða með
því að skiptast á tímaritum og bæklingum. Ætlazt er
til, að aðallega séu send rit og merk blöð, sem aðili hef-
ur þegar keypt og myndu að öðrum kosti fara í rusla-
körfuna. En mikið af slíku tilfellst víða. Gætir -þarna
amerískrar hagsýni. Burðargjald er mjög lágt, ef notað-
ur er skipapóstur.
Prófessorinn krafðist, að ég gæfi honum upp nöfn á
enskukennurum í lancli mínu. Varð ég þegar við því.
Og ritaði hann nöfn um 100 manna, kennara í ensku og
nokkurra annarra enskulesandi manna, sem ég þá mundi
eftir í svip. Síðan hefi ég orðið var við, að sumir þeirra
hafa fengið sendingar að þessu tilefni. Ekki kemur nema
ein sending, nema að móttakandi endurgjaldi í sama
eða riti bréf. Ég hefi t. d. sent pésa um skólamál hér,
er Helgi Elíasson, fræðslumálastjóri, tók saman á ensku
og Menntamál.
Panta má sérstaka tegund. Enda eru þeir, sem á annað
borð láta sig þetta skipta, venjulega menntaðir áhuga-
menn og telja þá ekki eftir sér að gera smágreiða. Gert
er ráð fyrir meðal annars, að rit þessi geti verið til af-
nota í skólabókasöfnum eða á öðrum almennum les-
stofum.
Ef fleiri vilja taka þátt í þessum skiptum, þurfa þeir
að senda nafn sitt og heimilisfang. Utanáskrift er fyrir-
sögn þessara lína.
Jón Kristgeirsson.