Menntamál - 01.04.1957, Blaðsíða 67
MENNTAMÁL
53
UNESCO hefur veitt hinum vanræktu löndum (under-
developed countries) mikla aðstoð á margan veg. Talið er,
að um 45% af fulltíða fólki í heiminum sé ólæst og óskrif-
andi og að meira en 250 milljónir barna bresti skilyrði til
skólavistar. Það hefur því verið og er mikið verkefni fyrir
UNESCO að stuðla að því, að allir verði læsir og skrifandi
og sjá þeim fyrir lesefni við hæfi. Er þessi undirstöðu-
kennsla óendanlega þýðingarmikil í hinum vanræktu millj-
ónalöndum.
Kennslumáladeild UNESCO beinir kröftum sínum að
því m. a. að kenna fákunnandi fólki, sem iðulega býr við
sárustu fátækt, að notfæra sér betur möguleika umhverfis
síns til lífsbjargar, til meiri hollustuhátta, til að skapa
sér betri heimili, til auðugra félagslífs og bættra lífs-
kjara almennt. Tveimur stofnunum hefur verið komið á
fót til þess að þjálfa þá, er takast á hendur leiðbeiningar-
störf af þessu tagi og kennslutæki eru látin í té. Önnur
stofnunin er í Mexico, stofnuð 1951 fyrir Suður- og Mið-
Ameríkuþjóðirnar, en hin í Egyptalandi fyrir Arabaþjóð-
irnar, — stofnuð árið 1953. I stofnunum þessum læra hinir
verðandi leiðbeinendur, að eitt mikilvægasta skrefið til
þess að hjálpa hinu fákunnandi fólki, er að auka trú þess
á sjálft sig og eyða þeirri skoðun, að því sé áskapað að búa
við fáfræði og eymd. Reynslan hefur sýnt, að mikill þorri
fólks í hinum vanræktu löndum sættir sig við eymdarkjör
sín, af því að það trúir því, að þau séu forlög, sem ekki
tjói að berjast á móti. Fyrsta viðfangsefnið hefur því
allajafna verið að skapa þá skoðun, að fátækt, sjúkdómar,
hungur og barnadauði, séu ekknóviðráðanleg örlög, held-
ur vandamál, sem eigi sér skiljanlegar orsakir, er leitast
þurfi við að sigrast á.
I hinum vanræktu löndum hefur mikla þýðingu, að þessi
verkefni séu vel leyst.
Þá hefur UNESCO í félagi við aðrar stofnanir stuðlað
uð því, að komið hefur verið á fót um 300 skólum í flótta-