Menntamál - 01.04.1957, Blaðsíða 98
84
MENNTAMÁL
þessi atriði, voru borgir merktar á kortið og ýmislegt
teiknað á það, sem minnti á helztu atvinnuvegi í ýmsum
landshlutum, t. d. silkistrangi við Lyon, epli þar sem epla-
ræktin er mest o. s. frv. Á eftir ræddi Wangerud við kenn-
aranemana, og tveir þeirra lögðu fram verkefni í félags-
vinnu, er þeir höfðu samið og síðar átti að leggja fyrir
þennan bekk Wangeruds, sem í voru 11 ára drengir.
Ákveðið var að senda úrlausnir til vinaskóla í Danmörku,
er verkefninu væri að fullu lokið.
Verkefnið var fyrir 5 starfshópa, og hvert 1 6 eða 7 lið-
um. Aðalverkefni starfshópanna voru þessi:
1. Majorstuaskóli.
2. Nágrenni skólans.
3. Oslóborg.
4. Bygdöy.
5. Úthverfi Osló.
í heild krafðist verkefnið ýtarlegra rannsókna og at-
hugana.
Nokkru síðar var ég viðstaddur, þegar verkefni þetta
var lagt fyrir bekkinn. Drengirnir fengu sjálfir að velja
foringja fyrir hvern starfshóp. Var það gert með tilnefn-
ingu og síðan atkvæðagreiðslu um hvern fyrir sig. Urðu
þeir foringjar, sem flest fengu atkvæði. Foringjarnir
fengu síðan að velja sér eitthvert þessara 5 atriða verk-
efnisins, og þann lið þess, er þeir vildu sjálfir vinna. All-
ir fengu síðan að kjósa sér verkefni.
Þannig urðu til 5 starfshópar með 5 eða 6 drengjum hver.
Það, sem enn var óráðstafað af verkefninu, átti hver
starfshópur að sjá um, að unnið yrði. Einkum hvíldi þó
sú ábyrgð á foringjunum. Kort, teikningar og myndir
skyldu þeir sjá um í félagi. Drengirnir skipuðu sér síðan
í hópa í skólastofunni og starfið hófst. Hjálparbækur voru
nægar við höndina, og var drengjunum hjálpað til þess að
leita heimilda. Vel gættu þeir þess að skrifa ekki upp eftir