Menntamál - 01.04.1957, Blaðsíða 39
MENNTAMÁL
25
Pálmi Hannesson látinn
Hann var skagfirzkur bóndasonur f. 3. jan. 1898. Meist-
araprófi lauk hann í náttúruvísindum við Hafnarháskóla
1926, gerðist síðan kennari við Gagnfræðaskólann á Ak-
ureyri, en var settur rektor við Menntaskólann í Reykja-
vík 1929 og skipaður í það embætti ári síðar. Gegndi hann
því til dauðadags 22. nóv. 1956. Hann var kvæntur Ragn-
hildi Skúladóttur Thoroddsen. Þeim varð fimm barna
auðið, og lifir hún mann sinn ásamt f jórum börnum þeirra.
Auk rektorsembættisins gegndi Pálmi fjölmörgum
ábyrgðarstörfum, hann hafði m. a. verið í útvarpsráði,
menntamálaráði, rannsóknarráði ríkisins, bæjarstjórn
Reykjavíkur og gegnt þingmennsku fyrir Skagfirðinga.
Hann fekkst einnig mikið við ritstörf og vann mjög mikið
að náttúrufræðilegum rannsóknum, einkum jarðfræði.
Pálmi var drengskaparmaður og fágætt glæsimenni til
líkama og sálar. Hann var mikill og mikilúðlegur á velli
og afrenndur að afli, svo sem hann átti kyn til, ferðamað-
ur og hestamaður með afbrigðum, ljóðelskur, rómfagur
og málhagur, svo að hans líkar voru fáir. Hann var skap-
ríkur og skaphlýr, heillyndur og fastlyndur, og naut sí-
vaxandi vinsælda og virðingar í einhverju vandasamasta
embætti landsins.
Ef auðkenna skyldi meginviðhorf Pálma í skólastjórn
og skólamálum ætla ég, að kjarni þess hafi verið virSingin
fyrir vinnunni og sannleikanum.
Níu öldum fyrr en Pálmi Hannesson kynntist við Svartá
og sunnanblæ um Efri-Byggð og Tungusveit hafði norrænn
víkingur fellt svo djúpa ást til Mælifells, að hann kaus sér
ármannsvist í fellinu.
Pálmi var svo mikill unnandi lífs og tungu, lands og
þjóðar, að minning hans mun um langan aldur verða Is-