Menntamál - 01.04.1957, Blaðsíða 104
90
MENNTAMÁL
skyldunámið verður þeim meira en nóg. Hið sama gildir
um seinþroska þörn.
En hvernig á að koma í veg fyrir, að þessi börn komi í
smábarnaskólana ?
Sumir foreldrar eru glöggir á það, hvort barnið er svo
þroskað, að það hafi gagn af að fara í smábarnaskóla, og
ef þeim virðist, að svo sé ekki, láta þeir barnið bíða, þang-
að til skyldunámið byrjar.
Þeir, sem eru vanir að starfa með sex ára börnum,
munu fljótlega geta séð, hvaða börn það eru, sem ekki
geta fylgt hinum börnunum eftir, hvort sem það stafar
af lítilli greind eða vanþroska.
Þegar skólinn hefur starfað í tíu daga, eða um það bil,
tala ég jafnan við foreldra þeirra barna, sem ég hygg að
muni ekki geta fylgt hinum börnunum eftir. Venjulega
eru það 5—6 börn af hundraði.
Ég bendi foreldrunum á það, að barninu sé miklu betra
að bíða alveg þangað til skyldunámið byrjar heldur en að
vera heilan vetur í smábarnaskóla og læra þar lítið eða
ekkert.
Því er ekki að neita, að þessu er ekki ávallt vel tekið.
En þrátt fyrir það hef ég látið 2—6 af 90—100 börn-
um hætta á hverju hausti. Ef smábarnaskólar starfa í
framtíðinni, verður lausnin á þessu vandamáli vafalaust
sú, að börnin verði prófuð af lærðum sálfræðingi, og þann-
ig komið í veg fyrri, að þau börn hefji námið, sem hafa
ekki greind eða þroska til þess.
Allt hefur sína annmarka, smábarnaskólarnir líka.
Ég hef nú bent á það, sem ég tel mesta vandamál þessa
skóla, og mun nú einnig geta þess, sem að mínum dómi
mælir með því, að smábarnaskólar séu starfræktir.
★
Eitt af vandamálum uppeldisins í dag er, hversu börn-
in þroskast fljótt eða verða snemma fullorðin. Ljósast er
þetta á 13—15 ára aldrinum, en kemur líka fram um sex