Menntamál - 01.04.1957, Blaðsíða 86
72
MENNTAMÁL
JÓN N. JÓNASSON:
Ný tæki til reikningskennslu.
Síðastliðinn vetur var ég í orlofi og fór þá um kon-
ungsríkin þrjú á Norðurlöndum til að kynna mér skóla-
kerfi þessara landa og starfsháttu í skólunum, ásamt
kennslutækjum, kennsluaðferðum, kennslubókum, skóla-
byggingum, o. fl. Síðast en ekki sízt kynnti ég mér verk-
lega kennslu eða vinnukennslu í skólum og tómstunda-
vinnu nemenda í skólum þar ytra. En það var nú ekki þetta,
sem þessi grein átti að fjalla um, heldur tvö ný kennslu-
tæki í reikningi, sem ég kynntist þar í skólum, og mjög
ört ryðja sér þar til rúms. Við, sem meira eða minna höf-
um átt við að kenna reikning, þekkjum vel, hve örðugt
það er fyrir barn að átta sig á gildi tölustafa og talna og
að skilja, hvað þessi tákn þýða í raun og veru. En það er
undirstaðan undir því, að barn geti lært reikning og með-
ferð talna. Öll tæki, sem auðvelda nemendum skilning á
þessu, ættu því að vera kennurum kærkomin til að auð-
velda þeim starfið og auka árangur þess. Vil ég því benda
á þessi tæki hér. Annað tækið, sem ég vil hér gera að
umtalsefni er reiknistokkur barnanna, og fylgir hér mynd
af honum.
Stokkurinn, sem börnin nota, er 42 cm að lengd og 7
cm breiður. Kennarinn notar sams konar reiknistokk, en
hann er stærri eða 90 cm langur og 20 cm breiður. Að öðru
leyti verður myndin að skýra útlit þessarra tækja. Kantar