Menntamál - 01.04.1957, Blaðsíða 106
92
MENNTAMÁL
bænum. Það voru því 86 börn, sem mættu til prófs, og þau
lásu sem hér segir:
4 börn lásu 150—200 atkvæði á mínútu
14 — — 125—149 — - —
20 — — 100—124 — - —
24 — — 75— 99 — - —
14 — — 50— 74 — - —
10 — — 25— 49 — - —
86 börn lásu samtals 7998 atkvæði á mínútu eða að
meðaltali 93 atkvæði á mínútu, og mun það vera líkt og
á undanförnum árum. Stundum hafa þau þó lesið heldur
meira.
Af þessu yfirliti er það augljóst, að 38 börn eru komin
yfir 100 atkvæði, eða skortir aðeins litla æfingu til að
vera alveg læs. Önnur 38 eru komin yfir 50 atkv. Þau
geta lesið öll orð, en skortir hraðann. Þessi 10 börn sem
lesa 25—49 atkv. eru börnin, sem mest hafa misst úr skól-
anum vegna veikinda, t. d. misstu tvö þeirra samtals 82
daga.
Ég hef skýrt svona nákvæmlega frá þessu prófi af því,
að það knýr til athugunar á eftirfarandi spurningu:
Þar sem 86 börn, sem stundað hafa lestrarnám sex ára
í barnaskóla 1*4 klst. á dag í 163 daga, lesa að meðaltali
93 atkv. á mín., hvernig á þá að samræma það við þá
kenningu, að bara lítill hluti sex ára barna geti lært að
lesa?
Þó er þetta hópkennsla, þar sem nærri 30 börnum er
kennt saman. Þess má líka geta, að ekki mun óalgengt,
þegar börn koma 7 ára ólæs í 1. bekk barnaskólanna, þá
lesi sumar deildirnar að meðaltali 70 atkv. á mín eftir
veturinn. Hafa þessi 86 börn, sem eru ekkert úrval, lært
að lesa án þess að hafa þroska til þess eða fengið verk-
efni, sem er ofviða þessum aldri? Til þess að gera sér