Menntamál - 01.04.1957, Blaðsíða 96
82
MENNTAMÁL
undarleg bogstrik og sveiflur, meiripartur blaðsíðunnar
ónotaður, því að þessi fáu dæmi urðu svo undarlega rúm-
frek. Ég komst að raun um, að hann kunni að reikna, ef
ég skrifaði sjálf upp dæmin, en hann útkomuna. Hann
kunni þennan reikning, skildi vel lestextann, kunni skrif-
stafina, en gat ekkert gert svo, að sæmilegt gæti talizt.
Það er ástæðulaust að lýsa þeim erfiðleikum, sem við
höfðum bæði við að stríða. Hann lærði hvorki í skólanum
né heima, og virtist þó greindur. Smáatvik leiddi mig í
allan sannleika. Það varð óvenju mikið uppistand einn
daginn, slagsmál bæði úti og inni, og G auðvitað miðdep-
illinn. Ég stillti til friðar og spurði um málavexti. Allir
voru sammála um að G ætti sökina, en G hélt því fram
að allir væru alltaf að hrekkja sig. Ég fór enn einu sinni
að hugleiða, hvað ég gæti gert. Auðvitað varð ég að tala
við foreldrana. Mér datt í hug, að ef til vill væri heimilið
barnmargt og lítill friður þar fyrir drenginn. Ég spurði
G að þessu. Nei, bara eitt systkin innan eins árs. „Hefur
mamma þín síma?“ spurði ég. ,,Já.“ „Hver er skrifaður
fyrir honum? Pabbi þinn?“ „Nei, mamma." Drengurinn
horfði á mig stilltur og rólegur og undarlega ólíkur sjálf-
um sér. Þá datt mér það í hug. Það eru allir alltaf að
hrekkja mig. Orsökin var ástvinamissir, sem var honum
um megn. Það var fráleitt, að drengurinn gæti nokkuð
lært í þessu ástandi. Þetta var orsök óróa hans, tregðu og
tornæmis. Ég hef átt því láni að fagna að sjá líf þessa
drengs færast í eðlilegt horf. Ég talaði oft við móðurina
eftir þetta, mér til mikils stuðnings.
Ég gæti nefnt ótal önnur dæmi, einkum í sambandi við
lestrartregðu, en læt það bíða betri tíma.