Menntamál - 01.04.1957, Blaðsíða 61
MENNTAMAL
47
XVII. norræna skólamótið í Helsingfors.
Boðsbréí heíur borizt írá forstöðunefnd XVII. norræna skóla-
mótsins í Helsingfors, og fara hér á eftir helztu atriði bréfsins:
Á XVII. Norræna skólamótinu í Osló 1953 var ákveðið, að næsta
skólamót skyldi haldið í Helsingfors 1957, og ler það fram dagana
6.-8. ágúst.
Boðið er til mótsins kennurum frá öllum liinum Norðurlöndun-
um, jafnt kennurum við almenna skóla sem sérskóla.
Aðalviðfangsefni mótsins verður: Frœðilegar og raunheefar nýj-
ungar i skólamálum („Skolans förnyelse i teori och praktik".)
Yfirnefnd mótsins leggur sérstaka áherzlu á, að allir fyrirlestrar
og umræður fjalli um þetta viðfangsefni, en fulltrúum er þó heimilt
að gera tillögur um önnur umræðuefni, sem eru ofarlega á baugi
og varða skólamál.
I uppkasti að dagskrá mótsins er gert ráð fyrir, að limm aðalfyrir-
lestrar verði fluttir (40 mínútna), en auk þess jafnmörg yfirlitser-
indi (10 mínútna) um þróun skólamála í hverju landanna tim sig,
og verða þau flutt við setningu mótsins. Þá verða og aðrir styttri
fyrirlestrar fluttir, sem gert er ráð fyrir umræðum um.
í sambandi við mótið verður sýning varðandi þróun skólamála i
Finnlandi. Einnig verða hljómleikar og ferðalög.
Þátttökugjald mótsins verður 1500 finnsk mörk fyrir hvern ein-
stakling, en 2000 fyrir lijón. (100 finnsk mörk — kr. 7.00 ísl.).
Tilkynna skal þátttöku í mótinu til fræðslumálaskrifstofunnar eigi
síðar en í maílok, og einnig skulu þátttakendur bera fram óskir um,
hvernig þeir vilja búa, en þar er um að velja hótelherbergi. eins til
tveggja manna, lierbergi á stúdentagörðum, tveggja til þriggja manna,
eins til tveggja manna herbergi á einkaheimilum eða skólaliúsnæði,
þar sem margir byggju saman í einni stofu.