Menntamál - 01.04.1957, Blaðsíða 39

Menntamál - 01.04.1957, Blaðsíða 39
MENNTAMÁL 25 Pálmi Hannesson látinn Hann var skagfirzkur bóndasonur f. 3. jan. 1898. Meist- araprófi lauk hann í náttúruvísindum við Hafnarháskóla 1926, gerðist síðan kennari við Gagnfræðaskólann á Ak- ureyri, en var settur rektor við Menntaskólann í Reykja- vík 1929 og skipaður í það embætti ári síðar. Gegndi hann því til dauðadags 22. nóv. 1956. Hann var kvæntur Ragn- hildi Skúladóttur Thoroddsen. Þeim varð fimm barna auðið, og lifir hún mann sinn ásamt f jórum börnum þeirra. Auk rektorsembættisins gegndi Pálmi fjölmörgum ábyrgðarstörfum, hann hafði m. a. verið í útvarpsráði, menntamálaráði, rannsóknarráði ríkisins, bæjarstjórn Reykjavíkur og gegnt þingmennsku fyrir Skagfirðinga. Hann fekkst einnig mikið við ritstörf og vann mjög mikið að náttúrufræðilegum rannsóknum, einkum jarðfræði. Pálmi var drengskaparmaður og fágætt glæsimenni til líkama og sálar. Hann var mikill og mikilúðlegur á velli og afrenndur að afli, svo sem hann átti kyn til, ferðamað- ur og hestamaður með afbrigðum, ljóðelskur, rómfagur og málhagur, svo að hans líkar voru fáir. Hann var skap- ríkur og skaphlýr, heillyndur og fastlyndur, og naut sí- vaxandi vinsælda og virðingar í einhverju vandasamasta embætti landsins. Ef auðkenna skyldi meginviðhorf Pálma í skólastjórn og skólamálum ætla ég, að kjarni þess hafi verið virSingin fyrir vinnunni og sannleikanum. Níu öldum fyrr en Pálmi Hannesson kynntist við Svartá og sunnanblæ um Efri-Byggð og Tungusveit hafði norrænn víkingur fellt svo djúpa ást til Mælifells, að hann kaus sér ármannsvist í fellinu. Pálmi var svo mikill unnandi lífs og tungu, lands og þjóðar, að minning hans mun um langan aldur verða Is-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.