Menntamál - 01.12.1961, Side 12
198
MENNTAMÁL
er án efa satt. En nútímamaðurinn þarf ekki aðeins að
vita meira en þörf var á áður, það er að ýmsu leyti ann-
að, sem hann verður að vita. Það, sem var rétt í gær, er
jafnvel orðið rangt í dag, og þessa verður hann að geta
gert sér grein, án þess að glata fótfestu. Ég heyrði einu
sinni í París þá sögu um hagfræðiprófessor, að hann legði
alltaf sömu prófspurningarnar fyrir nemendur sína ár
eftir ár. Þegar hann var spurður að því, hví í ósköpunum
hann gerði þetta, stúdentarnir hlytu fyrir löngu að vera
búnir að læra réttu svörin, þá svaraði hann ósköp rólega:
Það gerir ekkert til, þótt ég spyrji þá alltaf sömu spurn-
inganna, því að réttu svörin eru alltaf að breytast. Þótt
sagan hafi verið sögð sem spaug um hagfræðina, þá er
í rauninni mikill sannleikur fólginn í þessum ummælum.
Þekking okkar er ekki aðeins að vaxa. Hún er einnig að
breytast. Og hún breytist svo mikið og svo ört, að þótt
nauðsyn þekkingar fari sívaxandi, þá vex nauðsyn dóm-
greindar þó enn meir, heilbrigðrar, hleypidómalausrar
dómgreindar.
Nú líður varla sá dagur, að við séum ekki á það minnt,
að við lifum á öld tækninnar, hversu góð íramtíðarskil-
yrði hún búi okkur, að maðurinn sé ekki aðeins orðinn
herra jarðarinnar, heldur sé að verða herra himingeims-
ins. En við erum of sjaldan minnt á hitt, að það er þó,
þrátt fyrir allt, mikilvægara að halda áfram að vera mað-
ur, manneskja með hug og hjarta, þótt bundin sé við
jörðina, en sálarlaust vélmenni á leið til tunglsins, — eða
jafnvel Venusar.
Til er saga af landkönnuði, sem var á ferðalagi um
frumskóga Afríku, og hafði frumbyggja að fylgdarmönn-
um. Regntíminn var að nálgast, en löng leið framundan.
Engu að síður fengust frumbyggjarnir ekki til þess að
haga ferðinni öðru vísi en svo, að haldið var áfram í þrjá
daga, en síðan haldið kyrru fyrir hinn fjórða. Þeir sögðu,
að hraðar gæti sál þeirra ekki farið. Ef þeir héldu stöðugt