Menntamál


Menntamál - 01.12.1961, Síða 12

Menntamál - 01.12.1961, Síða 12
198 MENNTAMÁL er án efa satt. En nútímamaðurinn þarf ekki aðeins að vita meira en þörf var á áður, það er að ýmsu leyti ann- að, sem hann verður að vita. Það, sem var rétt í gær, er jafnvel orðið rangt í dag, og þessa verður hann að geta gert sér grein, án þess að glata fótfestu. Ég heyrði einu sinni í París þá sögu um hagfræðiprófessor, að hann legði alltaf sömu prófspurningarnar fyrir nemendur sína ár eftir ár. Þegar hann var spurður að því, hví í ósköpunum hann gerði þetta, stúdentarnir hlytu fyrir löngu að vera búnir að læra réttu svörin, þá svaraði hann ósköp rólega: Það gerir ekkert til, þótt ég spyrji þá alltaf sömu spurn- inganna, því að réttu svörin eru alltaf að breytast. Þótt sagan hafi verið sögð sem spaug um hagfræðina, þá er í rauninni mikill sannleikur fólginn í þessum ummælum. Þekking okkar er ekki aðeins að vaxa. Hún er einnig að breytast. Og hún breytist svo mikið og svo ört, að þótt nauðsyn þekkingar fari sívaxandi, þá vex nauðsyn dóm- greindar þó enn meir, heilbrigðrar, hleypidómalausrar dómgreindar. Nú líður varla sá dagur, að við séum ekki á það minnt, að við lifum á öld tækninnar, hversu góð íramtíðarskil- yrði hún búi okkur, að maðurinn sé ekki aðeins orðinn herra jarðarinnar, heldur sé að verða herra himingeims- ins. En við erum of sjaldan minnt á hitt, að það er þó, þrátt fyrir allt, mikilvægara að halda áfram að vera mað- ur, manneskja með hug og hjarta, þótt bundin sé við jörðina, en sálarlaust vélmenni á leið til tunglsins, — eða jafnvel Venusar. Til er saga af landkönnuði, sem var á ferðalagi um frumskóga Afríku, og hafði frumbyggja að fylgdarmönn- um. Regntíminn var að nálgast, en löng leið framundan. Engu að síður fengust frumbyggjarnir ekki til þess að haga ferðinni öðru vísi en svo, að haldið var áfram í þrjá daga, en síðan haldið kyrru fyrir hinn fjórða. Þeir sögðu, að hraðar gæti sál þeirra ekki farið. Ef þeir héldu stöðugt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.