Menntamál - 01.12.1961, Side 14
200
MENNTAMÁL
ast af lokkandi leyndardómi. Hann á ekki að hvetja til þess
að reyna að skilja alla hluti. Markmið lífsins er ekki aðeins
að skilja, heldur ekki síður að njóta. Skynsemin hefur
skapað velfarnað okkar í veraldlegum skilningi. En æðstu
hnoss lífsins eru nátengdari tilfinningum okkar. Það er
hægt að njóta án þess að skilja. Enginn hefur skilið sterk-
asta afl mannheima, ástina, kærleikann. Skólinn á að
hvetja til þess að reyna að skilja hið skiljanlega, en skoða
hið óskiljanlega sem guðs gjÖf, helgidóm. Meiri vandi er
lagður á herðar þeirrar kynslóðar, sem nú er að vaxa
upp, en okkar. 1 gær hafði náttúran vald yfir manninum.
1 dag hefur maðurinn vald yfir náttúrunni. Er ekki orðið
tímabært, að við gerum okkur ljóst, að e. t. v. er megin-
vandamál tímanna, sem við nú lifum, fólgið í því, að mað-
urinn hefur öðlazt vald yfir náttúrunni áður en hann hef-
ur náð valdi yfir sjálfum sér? Getur þetta verið skólun-
um óviðkomandi? Auðvitað ekki.
Höfuðskylda þeirrar kynslóðar, sem nú er að vaxa upp,
er að öðlast vald yfir sjálfri sér, — til þess að mannkyn
megi búa við frelsi og frið, farsæld og öryggi, til þess að
framfaraspor þurfi engan ugg að vekja í brjósti manns-
ins, heldur aðeins fögnuð. Skólinn verður að stuðla að
því, að þetta megi takast. Og það tekst, ef skólanum tekst
að kenna nemendum sínum að þekkja sjálfa sig og bera
kærleika til annarra. Ef skólanum tekst að innræta öll-
um, að það versta, sem maður geri sjálfum sér, sé að gera
öðrum illt, þá getum við litið björtum augum á framtíðina.
Ég vil ekki ljúka svo máli mínu, að ég noti ekki tæki-
færið til þess að mæla nokkur orð til hins danska starfs-
bróður okkar, vegna þess að hann hefur kunngjört, að
hann muni láta af embætti nú í haust. Jörgen Jörgensen
hefur í áratugi sett svip sinn á dönsk menntamál, hann
hefur verið einn atkvæðamesti forystumaður í norrænum
menningarmálum um langt skeið. Störf hans hafa verið
eins og hann er sjálfur, mótuð af hógværri góðvild, ró-