Menntamál - 01.12.1961, Side 17
MENNTAMÁL
203
ýmsum hætti, svo sem umhverfisbundnir örðugleikar,
hræðsla, örðugleikar í máli pg fleira. f læknisfræðinni er
greint á milli meginflokka, annars vegar upprunalegrar
lestrarveilu (primær læsesvakhet), þar sem orðblinda er
hinn sérhæfði þáttur, og hins vegar afleiddrar lestrarveilu
(sekundær læsesvakhet), þar sem ekki virðist unnt að gera
ráð fyrir sérhæfðum þætti. Er þá gjarnan litið svo á,
að í síðari flokknum gæti einkum þeirra þátta, er leiða
veiluna í ljós. Er þá litið svo á, að hin afleidda lestrar-
veila sé ekki eins alvarleg og auðveldara að ráða bót á
henni, með kennslu eða læknismeðferð, og batahorfurnar
allar betri heldur en við orðblinduna.
Ekki er því að leyna, að hugtakið orðblinda er næsta
þokukennt. Eðlilegt er, að athyglin beinist að einhverri
sjónveilu, þegar vel greindur einstaklingur á örðugt með
að læra að lesa. Það var því að vonum, að augnlæknarnir
urðu fyrstir til þess að fást við þetta vandamál. Að jafn-
aði fannst þó ekki nein augnveila. Þá var leitað skýringar
með rannsóknum á máltruflunum ýmiss konar, en þar hef-
ur ekki heldur fundizt nein skýring. Danski taugalæknirinn
Knud Herman hefur í síðasta meiri háttar riti sínu leitað
skýringar með rannsóknum á hinu svo kallaða Gersmann
syndromi. Gersmann syndromið er talið vera veila í hvirf-
ilgeira hins ríkjandi helmings stóra heilans, og fylgir því
meðal annars áberandi truflun á áttaskyni. Alloft rekur
maður sig á áttavillu í lestrinum, þar sem um alvarlega
lestrarörðugleika er að ræða. Það er lesið aftur á bak, t.
d. sól — lós, sár — rás o. s. frv., eða hljóðtáknum er velt
um öxul sinn, t. d. u-n, b-d, og þessi staðreynd mun eink-
um hafa komið Knud Herman til þess að gera ráð fyrir
einhverjum tengslum milli orðblindu og Gersmann synd-
roms.
Læknisfræðin telur orðblindu vera sjúkdóm, vefrænan
eða starfrænan. Enda þótt skilgreiningar læknisfræðinnar
á sjúkdómum séu oft næsta rúmar, hafa allmargir sér-