Menntamál


Menntamál - 01.12.1961, Blaðsíða 17

Menntamál - 01.12.1961, Blaðsíða 17
MENNTAMÁL 203 ýmsum hætti, svo sem umhverfisbundnir örðugleikar, hræðsla, örðugleikar í máli pg fleira. f læknisfræðinni er greint á milli meginflokka, annars vegar upprunalegrar lestrarveilu (primær læsesvakhet), þar sem orðblinda er hinn sérhæfði þáttur, og hins vegar afleiddrar lestrarveilu (sekundær læsesvakhet), þar sem ekki virðist unnt að gera ráð fyrir sérhæfðum þætti. Er þá gjarnan litið svo á, að í síðari flokknum gæti einkum þeirra þátta, er leiða veiluna í ljós. Er þá litið svo á, að hin afleidda lestrar- veila sé ekki eins alvarleg og auðveldara að ráða bót á henni, með kennslu eða læknismeðferð, og batahorfurnar allar betri heldur en við orðblinduna. Ekki er því að leyna, að hugtakið orðblinda er næsta þokukennt. Eðlilegt er, að athyglin beinist að einhverri sjónveilu, þegar vel greindur einstaklingur á örðugt með að læra að lesa. Það var því að vonum, að augnlæknarnir urðu fyrstir til þess að fást við þetta vandamál. Að jafn- aði fannst þó ekki nein augnveila. Þá var leitað skýringar með rannsóknum á máltruflunum ýmiss konar, en þar hef- ur ekki heldur fundizt nein skýring. Danski taugalæknirinn Knud Herman hefur í síðasta meiri háttar riti sínu leitað skýringar með rannsóknum á hinu svo kallaða Gersmann syndromi. Gersmann syndromið er talið vera veila í hvirf- ilgeira hins ríkjandi helmings stóra heilans, og fylgir því meðal annars áberandi truflun á áttaskyni. Alloft rekur maður sig á áttavillu í lestrinum, þar sem um alvarlega lestrarörðugleika er að ræða. Það er lesið aftur á bak, t. d. sól — lós, sár — rás o. s. frv., eða hljóðtáknum er velt um öxul sinn, t. d. u-n, b-d, og þessi staðreynd mun eink- um hafa komið Knud Herman til þess að gera ráð fyrir einhverjum tengslum milli orðblindu og Gersmann synd- roms. Læknisfræðin telur orðblindu vera sjúkdóm, vefrænan eða starfrænan. Enda þótt skilgreiningar læknisfræðinnar á sjúkdómum séu oft næsta rúmar, hafa allmargir sér-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.